Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1985, Page 28

Ægir - 01.11.1985, Page 28
Bjarni Bragi Jónsson aðstoðarseðlabankastjóri: Gengisskráningin og verðmyndunarkerfi sjávarútvegsins Inngangur Miklar umræður eru nú í gangi um gengisskráningu krónunnar, hvort hún sé svo frjálsleg og eðli- leg sem verða má og fylgi í nægum mæli þróun gengismála í umheiminum. Einkum er um þetta rætt í tengslum við afkomu sjávarútvegsins og útflutningsat- vinnuvega almennt. Það hefur lengi verið eins konar þjóðtrú á Islandi, að gengi krónunnar fari eða eigi að fara nánast einvörð- ungu eftir rekstrarafkomu sjávar- útvegsins, helsta útflutningsat- vinnuvegarins og ómissandi grundvallar þjóðarbúsins. Og nú gerast menn háværari um, að gengið sé gefið alveg frjálst til ákvörðunar á óheftum markaði og jafnvel látið að því liggja, að sjávarútvegsaðilar skuli hafa gjaldeyrisviðskiptin með höndum og ráða genginu. Þegar mér er nú boðið að ávarpa virðu- legt Fiskiþing, þar sem sitja horn- steinar hinnar hátimbruðu íslensku þjóðfélagsbyggingar, hafa ýmsir þegar rætt þessi mál af viti og skynsemd. Ég get því farið fljótt yfir ýmsa þætti þeirra með vísun til annarra eða í vitund þess að efni máls þeirra sé mönnum kunnugt. Tími til undirbúningsog flutnings leyfir ekki mikla grein- ingu staðreynda eða framlagn- ingu gagna, og mun ég því leggja höfuðáherslu á að reifa viðhorf og skoðanir með almenn þjóðhags- leg stefnumið fyrir augum og reyna að fylla í þær eyður, sem aðrir hafa eftir skilið í myndinni. Er þar einkum um að ræða sam- hengi gengisins við önnur hag- stjórnartæki sem og samhengi þess við verðmyndunarkerfi sjáv- arútvegsins, þ.e. ýmist til atriða út á við eða inn á við frá sjónar- hóli sjávarútvegsins. Almennt um gengi gjaldmiöla Gengi gjaldmiðla er almennt umreikningshlutfall milli gjald- miðla, þ.e. peninga mismunandi þjóðlanda. Það er því í nánum tengslum við peningagildi í mynd almenns verðlags, peningaút- gáfu, tekjumyndun og tekjustig mismunandi landa. Ut frá því kom fram sú hugmynd, að gengið ætti að miðast við kaupmáttar- jafnvægi milli landa á mæli- kvarða almenns verðlags þeirra, og var það lengi viðtekin skoðun. Mest og að flestra dómi mikil- vægust notkun gengisins sé þó í m i 11 iríkjaviðski ptum, þar sem verð og kostnaður geti hagað sér öðruvísi en á almennum inn- lendum vettvangi. Áður en af þessu yrði dregin sú ályktun, að meginhlutverk gegnisins sé að koma á jafnvægi í utanríkisvið- skiptum, var það viðhorf þó meiru ráðandi, að fast gengi skapaði æskilegt öryggi í þeim viðskiptum, svo og í fjármagns- viðskiptunum, sem þeim tengjast á margan hátt. Þar sem það var skoðun manna, að kaupgjald væri sveigjanlegt bæði upp og niður og ásamt verðlagi háð pen- ingamagni í umferð, sem bæði væri unnt að hafa stjórn á og lag- aði sig að nokkru eftir greiðslu- jöfnuði út á við, töldu menn sér óhætt að gera gengið að föstum punkti í hagskipaninni. Þessi fasta skráning gullgildis þjóð- mynta myndaði gullfótarkerfið, sem var við lýði um áratugi fram að fyrri heimsstyrjöld og reynt var að endurreisa eftir hana. Síðan hafa viðhorfin sveifiast ýmislega milli þeirra tveggja póla, annars vegar að hafa gengið að föstu akkeri peninga- og verðkerfis, hins vegar að hafa það að síbreyti- legum þætti í verðkerfinu. Valið þar á milli er háð afstöðu gengis- ins til annarra hagstjórnartækja og þar með þeim kostum öðrum, sem kerfið veitir til þess að skapa ómissandi staðfestu. í þeirri nýsköpun hagfræði og hagstjórnar, sem átti sér stað i kringum síðari heimsstyrjöld, var litið á gengið sem eitt nokkurra meginskauta efnahagsmálanna, ásamt vöxtum, sköttum, ríkisut- gjöldum o.fl., svo að ríkisvaldinu bæri að ákvarða það beint og 1 nánu samhengi við beitingu hinna tækjanna. Einkaaðilar ættu 640-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.