Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1985, Page 29

Ægir - 01.11.1985, Page 29
svo mikið undir því, að samfé- lagið héldi uppi hagstæðara almennu umhverfi atvinnurekstr- ar en dapurleg reynsla var af á millistríðsárunum, að þeir ættu enga kröfu á uppboði gjaldeyris. Stöðugt gengi var þó talið búa yfir þeim kostum, að komið var upp fastgengiskerfi, sem aðeins skyldi hróflað við til þess að ráða bót á grundvallarmisvægi í utanríkis- viðskiptum, og var það stutt gjaldeyrisvarasjóðum og fyrir- greiðslumöguleikum. Hömlur mátti leggja á fjármagnshreyfing- ah en um þær var smám saman l°sað, svo að fjárstreymið sjálft gat orðið æ vaxandi þáttur í ákvörðun gengisins. Þetta kerfi gaf á heildina litið góða raun, einkum fyrir lönd með skaplega stjórn á eftirspurn og verðlagi, en önnur og þar á meðal okkar þjóð- félag, urðu að sæta óþægilegum stökkbreytingum gengis og veru- ^egri spákaupmennsku og röskun ^illi gengisbreytinga. Grundvall- arveila þessa kerfis var sú, að það treysti um of á sveigjanleika fram- ^iðslukostnaðar niður á við jafnt Sem upp á við og það stóðst ekki araun umbrotatíma og meiri háttar misvægis á alþjóðlegum Vettvangi. A flotgengistímanum, sem við tók, fyrir alvörur frá 1973, má Segja að endaskipti hafi verið höfð á hlutunum. Takmarkaðri aukningu peningamagns og eftir- sPurnar hefur verið ætlað að sjá fyrir staðfestu þjóðarbúsins, eink- em með hinum öflugri og þróaðri Pjóðríkjum. En gengið hefur orðið eitt hinna afstæðu verða í kerfinu, sem sum stjórnvöld hafa Svarið af sér að reyna að hafa áhrif a- Megináhrifavaldar gengisins eru þá ekki aðeins vöru- og þjón- tJstuviðskiptin, heldur jafnvel er>n frekar fjármagnshreyfingarn- ar' sem á gjaldeyrismörkuðum nema margföldum fjárhæðum á við hinar fyrrgreindu. Gengið er þannig í eiginlegum skilningi verð á peningum, háð vöxtum og arði peningalegs fjármagns og nýmyndun peninga. Gagnstætt vonum um aukinn stöðugleika raunhæfs gengis m.v. þarfir utan- ríkisviðskipta hefur gengi gjald- miðla tekið geysilegum breyting- um, gjarnan þvert á þessar þarfir, svo sem um 60% hækkun dollars frá 1980 til 1. fjórðungs þessa árs. Kerfi þetta hefur þannig með köflum leikið framleiðslustarf- semina grátt og því ekki einhlítt að vísa til þess með hag framleið- enda fyrir augum. Þó er ekki fyrir að synja, að viðskiptajöfnuður- inn hafi grundvallargiIdi, sem verði yfirsterkara um síðir, né fyrir það að kerfi þetta geti starfað með mun betri árangri, eftir að betri samræmingu í hagstefnu þjóða hefur verið komið á. Þess ber og að gæta, að með þessum hugleiðingum erum við fyrst og fremst að bera okkur saman við örfá stærstu og sterk- ustu þjóðríkin með mikla fjár- magnsuppbyggingu og þróaðan fjármagns- og gjaldeyrismarkað. Reynsla þeirra segir okkur því lítið um það, hvernig okkur mundi vegna við að líkja eftir þeim. Flestar þjóðir á áþekku þroskastigi og við stjórna gengi sínu með meiri eða minni teng- ingu við aðra gjaldmiðla, einn eða fleiri. Fjölþætt og víðfeðm viðskiptatengsli okkar kalla þó á mun sjálfstæðari afstöðu en mörgum þessara þjóða er tamt að taka, og síst er að lasta, að menn setji markið hátt. Hlutverkaskipan hagstjórnar- tækjanna Til þess að gera sér Ijósa grein fyrir stöðu gengisins í hlutverka- skipan hagstjórnartækja, er nauðsynlegt að koma orðum að þeim áhrifaþáttum, sem ráða mestu um niðurstöðu viðskipta- jafnaðarins. Þeir þættir flokkast í tvö meginskilyrði. Annars vegar er það, að skilið sé rétt á milli þeirra framleiðsluathafna, sem borgar sig að framkvæma í land- inu og hinna sem hagkvæmt reynist að njóta í formi innflutn- ings. Þetta er hlutverk gengisins ásamttollum og öðrum viðskipta- skilmálum, sem nú eru að miklu leyti úr sögunni. Hins vegar eru öll þau skilyrði, sem ráða eyðslu þjóðarbúsins að tiltölu við tekjur þess eða framleiðslu. Sé það af einhverjum ástæðum staðfastur ásetningur þjóðarinnar að eyða meiru en hún aflar, verður halli á viðskiptajöfnuði, hvert svo sem gengið er. Gerist það jöfnum höndum með þeim hætti, að flutt er inn til þess að mæta umfram- eyðslunni og að innlend eftir- spurn heldur mannafla og fram- leiðslutækjum frá útflutnings- starfseminni. Þessi eftirspurnar- skilyrði eru miklu flóknari en gengið er á hinn bóginn. Sé þó haft í huga, að allir aðilar, sem eyða umfram efni, einnig hið opinbera, eru láns þurfi, og að raunvextir eru kostnaður lána, þá má telja vextina samnefnara allra stjórntækja eftirspurnar. Með nokkurri einföldun má því segja, að vextir ráði heildarstigi eftirspurnar, en gengið umfangi arðsamrar framleiðslu, og þessi stjórntæki til samans viðskipta- jöfnuðinum. Hliðstætt því má enn með ofeinföldun segja, að gengið ráði útflutningi og vextir innflutningi. Hér á landi ríkir skarpur, ef ekki yfirdrifinn, skilningur á hlut- verki gengisins í þessu samhengi, en að sama skapi minni á hlut- verki stjórnar á eftirspurn, og þá einkum vaxtanna. Þess gætir þó í vaxandi mæli í ályktunum at- ÆGIR — 641

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.