Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1985, Blaðsíða 31

Ægir - 01.11.1985, Blaðsíða 31
hagslegra stjórntækja eins og veiðigjalda. En af öllum slíkum, sem til greina koma, hefur nú- gildandi kvótakerfi ótvíræða yfir- burði til skynsamlegrar hagnýt- ingar, án þess að nokkuð sé dregið úr hinum miklu mats- og álitamálum þess. Mér virðast flokkadrættir í þessu efni markast af æði gegnsæjum eiginhags- munaviðhorfum. Söknuður manna yfir, að kerfið veiti ekki svigrúm fyrri kapp án forsjár, á sér ekki hagræna réttlætingu. Meg- ingalli kerfisins felst þó í því, að með því er sett upp lénskerfi veiðiréttar, svo aðsamkeppni fær ekki notiðsín oggrisjun úreltra og óhæfra flotaeininga er tafin. Gallar þessir munu koma berlega í Ijós með vaxandi aldri flotans. Helst virðist þá mega gera sér vonir um, að rétturinn til leyfa- sölu reynist lykillinn að fram- tíðarþróun yfirtil veiðigjaldakerf- is, sem hlýtur að vera það, sem koma skal. Vibmibanir gengisskráningar Gengisskráning af hálfu hins opinbera er jafnan vafin nokkurri dulúð. Á fastgengistímanum var rnynt að fá fólk til þess að trúa á gengið sem eins konar guðgefna stærð, sem ekki mætti hrófla við, en við breytilegt gengi er reynt að forðast að kenna mönnum nokkra reglu eða formúlu, sem 8eti gefið spákaupmennsku vind undir vængi. Sumir ganga svo *angt að segja, að seðlabanka- menn eigi ekki að tala um gengið, nema við þá ríkisstjórn, sem þeir ðjóna og leita samþykkis hjá, og að sjálfsögðu við Þjóðhagsstofn- un. Oftertekiðsvotilorðaaðnýtt gengi sé ákveðið með hliðsjón af öllum þeim atriðum, sem máli skipta. Geta þá mismunandi aðilar haft misjafnar forsendur fyrir breytingunni, og er efni í heimildagrúsk og minningarit, hvað raunverulega hafi ráðið gjörðum. Framan af sérstakri íslenskri gengissögu, sem nær aftur til 1922, var gengið löggjafaratriði og sérstök gengisnefnd starfaði um árabil. Á þeim árum urðu miklarog opinskáar umræður um gengismálin, hágengi eða lág- gengi, endurreisn gullgengis eða stýfingu. Var árferði og afkoma atvinnuveganna fyrirferðarmikil í þeim umræðum, sem þó tóku jafnframt mið af peninga- og efnahagsmálum í víðu samhengi. Gengislækkunin 1939, hin fyrsta sem ég man eftir af útvarpsum- ræðum um málið, markaðistnán- ast alfarið af afkomuviðhorfum sjávarútvegsins, en jafnframt voru gerðar hliðarráðstafanir í þágu hinna tekjulægstu, og hafa þærfylgt stærri gengisbreytingum síðan eins og skugginn. Hið sama gilti um gengisfellinguna 1950, sem eftir á að hyggja er merkust fyrir að hafa rutt brautina inn á Ameríkumarkað. Næsta áratug- inn var rekstrargrundvelli haldið uppi með vaxandi fjölgengis- og styrkjakerfi, og beindist næsta mikla gengislækkunin 1960 að því að afnema það kerfi og setja í stað þess almenna jafnvægis- stjórn samkvæmt skírum og ein- földum meginreglum, en við það batnaði hagur ýmissa atvinnu- greina, sem voru útundan. Upp úr þessu bötnuðu skilyrði til afkomumats stórum við skýrslu- gerð Efnahagsstofnunarinnar, síðar Þjóðhagsstofnunar, og starf- semi Verðlagsráðs. Þessi gögn voru algert grundvallaratriði við mat á gengislækkunarþörfinni árin 1967-68, þegar tekjur sjáv- arútvegsins skertust um nærfellt helming. Þau miklu áföll leiddu í Ijós, að vöxtur iðnaðar og þjón- ustustarfsemi yrði einnigað koma til skjalanna að fylla þetta skarð, og var reynt að gera sér nokkra grein fyrir þeim þætti, jafnframt því að unnið var að því að renna fleiri stoðum undiratvinnulífiðog auka ytra svigrúm með inngöngu í EFTA og samningum við EB. Þáttaskil urðu með upptöku stýrðs flotgengis frá júní 1973. Síðan hefur gengisaðlögun lengst af farið fram með hægfara sigi, en meiri háttargengislækkanirfram- kvæmdar af illri nauðsyn af völdum stökkbreytinga kauplags og verðlags. Með þessu móti er reynt að sporna við spákaup- mennsku og jafnvægisröskun og veita stjórn vaxtamála sem best færi á að stuðla að því. Á því skeiði, sem við tók bar margt til þess, að taka varð fjöl- þætt tillit til hinna ýmsu þátta efnahagslífsins í almennasta skilningi, en ekki einskorða matið við afkomu sjávarútvegs- ins. Enginn vegur var að láta gengisstefnuna löghelga útþenslu og byggðakapphlaup þessa at- vinnuvegar sjálfkrafa. Auk þessa voru afkomureikningar atvinnu- vega um tíma mjög brenglaðir af meðferð fjármagnskostnaðar, sem tók mið af nafnvöxtum fremur en raunvöxtum. Varð allt þetta til þess, að þróaðir voru nýir og víðfeðmari mælikvarðar. Raungengi krónunnar er mjög almennur kvarði af slíku tagi, og raunar tveir þar sem annar miðast við hlutfallslegt verðlag en hinn við hlutfalIslegan launakostnað. Þessir mælikvarðar eru þó of almennir til beinnar viðmiðunar um gengisákvörðun. Þeir geta sveiflast um tugi prósenta eftir árferði og þar með þoli atvinnu- veganna, svo að á það þarf að leggja nánari mælikvarða. Hér koma til skjalanna svokallaðar vísitölur gengistilefnis, sem sýna þróun framleiðslukostnaðar á afurðaeiningu út frá gefinni skipt- ingu í launakostnað, annan inn- ÆGIR-643
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.