Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1985, Síða 32

Ægir - 01.11.1985, Síða 32
lendan og erlenda kostnað og meðtilliti til framleiðni ogafurða- verðs. Þróuð hafa verið gengistil- efni almennrar útflutningsfram- leiðslu, sjávarútvegs, iðnaðarút- flutnings og samkeppnisiðnaðar á innlendum markaði. í útreikn- ingum þessum eru ýmis mats- atriði, sem skoða verður í Ijósi reynslunnar, og að lyktum er það þjóðfélagslegt og pólitískt stefnu- atriði, hvaða gengisstefnu skuli móta með hliðsjón af þessum og öðrum atriðum. Helstu stefnuskilin hafa legið milli þess að láta gengið fljóta jafnharðan til þess að jafna hlut atvinnuveganna á viðeigandi kvarða eða láta það veita nokkra viðspyrnu gegn verðbólguundan- haldinu, ásamt öðrum þáttum, sem til þess eru fallnir og valdir, svo sem gert var árið 1981 og aftur síðustu tvö árin. Helsta umþóttunin milli viðmiðana varð með gengislækkuninni í maí 1983, en þá var tekið sérstaklega ríkt tillit til sjávarútvegsins, er varð til þess, að raungengið féll í 86 stig m.v. 1978, hið lægsta síðan 1971. Síðan hefur aðal- viðmiðun verið við gengið 1983 í stað 1979 áður. Með því gengi var þó engan veginn leystur allur vandi sjávarútvegsins, heldur þvert á móti skilinn eftir verulegur aðlögunarvandi, sem enginn var svo vitur að sjá fyrir, hversu til tækist að greiða úr. Við þann vanda hefur verið glímt með kvótakerfinu, skuldbreytingum og ýmsum sérstökum aðgerðum á vegum fyrirtækjanna sjálfra og lánastofnana þeirra. Fleira hefði þurft að koma til, einkum í þátt- töku vinnuafls og byggðarmanna í hverju tilviki, ogörlar nú á skiln- ingi þess. Hinn harði kjarni vandans, sem þá stendur eftir, kemur til uppgjörs og grisjunar í líkingu við það, sem þegar er um rætt. Enginn getur verið þess full- viss, að stjórnvaldsákvörðun, hversu vandlega sem hún er undirbúin, færi mönnum hiðeina „rétta gengi". Gjarnan er vitnað til mikils viðskiptahalla þjóðar- búsins, allt að 5% af þjóðarfram- leiðslu, til marks um of hátt gengi krónunnar. Þegar tekið er tillit til þess, að um 2%-stig þar af svara til áhrifa alþjóðlegrar verðbólgu á vaxtagreiðslur og eru þannig ekki raunverulegur halli, og um 2—3%-stigmá rekjatil umframeft- irspurnar af rótum fjármála og peningamála, virðist niðurstaðan sú, að öðrum verðum og stjórn- tækjum sé fremur um að kenna. Ekki hefur vantað á, að gengið hafi verið lagfært nærri jafnóð- um, en þeim rekstrargrundvelli hefur óðara verið spillt á ný. Þannig hefur verið gefið margfalt eftir í yfirlýstum gengismörkum síðustu tveggjaára, illu heilli verð ég að segja, og í verðbólgumynd- andi kjarasamningum í júní sl. voru settar forsendur um 4-5%- stiga harðari gengiskjör atvinnu- rekstarins en fólust í viðteknum gengisviðmiðunum. Betri synda- kvittun vinnuveitendasamtaka fyrir gengisstefnu stjórnvalda getur varla. Innra verðkerfi sjávarútvegsins Þegar hugað er nánar að rétt- lætingu fyrirfrjálsri markaðsverð- myndun gengisins, beinist at- hyglin einnig að innra verðkerfi sjávarútvegsins, ákvörðun fisk- verðs og meðfram að hlutaskipt- unum. Fiskverðskerfið má skil- greina sem tvíhliða, félagslega og lögverndaða einokunarverð- myndun með íhlutunarvaldi ríkisins. Kerfi þetta má gagnrýna með svipuðum hætti og önnur einokunarkerfi, annars vegar hve stirt, ósveigjanlegt og óhag- kvæmt það er sem tæki til þess að stýra ráðstöfun hráefnisins og tryggja gæði þess og nýtingu, hins vegar hvernig það horfir við heildarstjórn efnahagsmála. Að fyrra leytinu tekur kerfið ekki tillit til þess, að fiskhráefni er mjög mismikils virði eftir því ástandi, sem það kemur í að landi, ogeftir dreifingu þess á vinnslustöðvar og tíma. Aðeins sveigjanleg markaðsverðmyndun geturtryggt hæfilegar hvatningar í þessu efni, þ.á m. til hæfilegrar sérhæfingar milli vinnslustöðva. Lögbundið lágmarksverð um allt land slær striki yfir staðbundin skilyrði og mismunandi afstöður veiða og vinnslu, og þar með eru settar hömlur við lífsbjargarmögu- leikum einstakra bygga. Frá hinu almenna þjóðhags- lega viðhorfi táknar þessi sér- stæða pólitíska íhlutun í milliverð atvinnugreina það, að ríkisvaldið leggst á sveif með öflum kröfu- gerðar og verðbólgumyndunar. Það skapar sjálfu sér lögboðna skyldu til þess að ná ásættanlegu lágmarksverði með öðrum hvorum aðila verðlagsráðs. Póli- tísk öfl valda því, að oft kemur fiskverðskrafan fram sem almenn framskrift á tekjukröfum þjóðfé- lagsstéttanna að óbreyttum hluta- skiptum án færis á nánara mati þeirra rekstrar- og kjaraatriða, sem máli skipta fyrir hvorn aðila um sig, útgerð og sjómenn. Með tvíátta viðmiðunum, við afurða- verð og tekjur og kostnað í land- inu, ásamtósveigjanlegum hluta- skiptum, getur fiskverð og hluta- tekjur ýmist miðast við hlutdeild í ábata eða kröfu um lágmarks- hækkun. Fært út í æsar er þetta kerfi til þessfalliðaðstillagengis- ákvörðuninni upp við vegg, sv0 að það verði endahnútur einok- unarverðmyndunar og mein- háttar spaði í verðbólguhjólinm Mér er löngu óskiIjanlegt, a° ríkisvaldið skuli magna sjálft á sig 644-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.