Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1985, Page 36

Ægir - 01.11.1985, Page 36
Jón Þ. Þór: Samtíningur frá árdögum vélbáta- útgerðar á ísafirði i Um síðustu aldamót varð bylt- ing í íslenskum sjávarútvegi. Togaraútgerð hófst við Faxaflóa og haustið 1902 var vél sett í tveggja smálesta sexæring vestur á ísafirði. Var það í fyrsta sinn að vél var sett í íslenskan fiskibát. Með þessu tvennu: togara- og vélbátaútgerð, hófst vélaöld í íslenskum sjávarútvegi. Þar með sköpuðust forsendur fyrir nýrri sókn við sjávarsíðuna. Vélknúin skip gátu sótt fastar og lengra en gömlu áraskipin og skúturnar og gátu, erfram liðu stundir, flutt að landi meiri og betri afla. Hér er ekki ætlunin að fjalla almennt um þær breytingar, sem urðu á land- inu með vélvæðingu flotans, heldur verða einungis tíndir til nokkrir fróðleiksmolar frá upp- hafi vélbátaútgerðar á ísafirði. II Sá maður, sem löngum hefur verið talinn upphafsmaður íslenskrar vélbátaútgerðar, var Árni Gíslason formaður, síðar yfirfiskimatsmaður á ísafirði. Hann segir frá því í endurminn- ingum sínum,1 að hann hafi fyrst kynnst vélbátum um aldamótin, vestur í Önundarfirði. Þar stund- uðu Danir kolaveiðar á sumrum og höfðu til veiðanna „opna smábáta með litlu mótorvélum." Voru þeir gerðir út frá stærri vél- skipum, ekki ósvipað og doríur. Árni hreifst af þeim mögu- leikum, sem honum þóttu vélbát- arnir bjóða upp á, og aldamóta- árið tók hann að vinna að því ásamtSophusi J. Nielsen verslun- arstjóra, að fá vél í sexæringinn „Stanley", sem þeir áttu í sam- lögum. Vélina pöntuðu þeir frá Möllerupverksmiðjunum í Es- bjerg í Danmörku og kom hún til ísafjarðar 5. nóvember 1902. Með vélinni kom unglingspiltur, J.H. Jessen, og átti hann að setja hana í bátinn og kenna Árna meðferð hennar. Vélin, sem var tveggja hestafla, kostaði ísett900 krónur. Hinn 25. nóvember var lokið við að setja vélina í bátinn og var hann þá reyndur. Fóru eigend- urnir ásamt nokkrum fleirum frá ísafirði út í Hnífsdal og aftur til baka og reyndist hvortveggja, báturinn og vélin, ágætlega. Um veturinn reri Árni frá ísafirði og Bolungarvík og þegar upp var staðið um vorið hafði hann aflað vel og vélbáturinn sýnt fram á ýmsa kosti, er hann hafði umfram áraskipin. Munaði þar mestu að hann var ekki eins háður veðrum og að færri menn þurfti á hann og einnig, að þegar stutt var róið gat hann farið tvær eða fleiri ferðir á meðan áraskipin fóru aðeins eina. III Árni Gíslason segirfrá því, að i fyrstu hafi margir haft ótrú a nýjunginni, en það hafi breyster menn sáu hve vel útgerð „Stan- leys" gekk. Þegar um sumarið 1903 var tekið að panta vélar í fleiri báta og var þá ýmist að smíðaðir voru nýir bátar undir vélarnar, eða að eldri bátum, einkum sexæringum, breytt og vélar settar í þá. Árið 1905 voru, að sögn Árna, komnar 2-4 hest- afla vélar í alla sexæringa í Bol- ungarvík og á ísafirði og 1 Hnífsdal voru bátar komnir með allt að tíu hestafla vélar.2 Fyrstu tvö árin eftir að vél var sett í „Stanley", 1903 og 1904, fjölgaði vélbátum á ísafirði allhratt, en þó hægar en síðar varð. Árin 1905 og 1906 varð fjölgunin mun örari og olli þar einkum tvennt: góð reynsla at fyrstu vélbátunum og ekki síður hitt, að útibú íslandsbanka á Isa- firði, sem tók til starfa 1904, lán- aði mun meira til útgerðarinnar en áður hafði tíðkast.3 Var það | samræmi við afstöðu bankans til útgerðar annars staðar á landinu, og ekki mun það hafa spillt fyrir ísfirskum útgerðarmönnum að útibússtjórinn, Helgi Sveinsson, 648-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.