Ægir - 01.11.1985, Side 38
var áhugasamur um vélbátaút-
gerð, átti sjálfur hlut í a.m.k.
einum bát og hafði umboð fyrir
vélar. Hinn 7. nóvember 1905
skrifaði hann mági sínum, Pétri
Jónssyni á Gautlöndum, og sagði
þar m.a.:
„9 Motora hef ég þegar fengið
hingað, 9 eru í pöntun og 3
pantanir liggja hjá mjer aðeins
óafgreiddar. Vona ég enn að fá
margar pantanir fram að nýj-
ári."3
Samkvæmt þessu flutti Helgi til
landsins alls 21 bátavél, eða vél-
báta, á árinu 1905 og átti þó von
á að þar með væri ekki öll sagan
sögð. Hvort allir þessir„Motorar"
bættust í ísfirska flotann er hins
vegar ekki Ijóst, en hafa ber í
huga að Helgi hafði aðeins
umboð fyrir einn framleiðanda.
Ákafi útgerðarmanna í að eignast
vélbáta verður auðskiljanlegur
þegar litið er á seinni hluta sama
bréfs Helga til Péturs, en þar
sagði:
„Hér er afli allgóður. Motor
bátarnir hafa fiskað sæmilega.
Sá er heppnastur hefur verið
hér á tanganum hefur fengið 50
kr. hlut í sjö róðrum. Það er
annar nýji motorbáturinn sem
ég hef fengið e|ða] pantað
hingað frá verksmiðjunni. Þrjár
vikur eru síðan hann kom og á
þeim hefur eigandinn fengið
350 kr. fyrir bát, veiðarfæri,
sjálfan sig og einn hásetanna í
sjö fiskiróðrum. Þessutan hefur
hann hafteinhverjartekjurfydr
flutninga. Hinn báturinn sem
ég pantaði kom samtímis og
Árni Gíslason, eigandi Stanleys
Stanley, fyrsti íslenski vélbáturinn.
650-ÆGIR