Ægir - 01.11.1985, Blaðsíða 58
Útfluttar sjávarafurðir:
Skráning tekin upp
í þremur gjaldmiðlum
í nóvemberr sl. var tekin upp
skráning afurða- og rekstrarlána
útflytjenda sjávarafurða í 3 gjald-
miðlum til viðbótar sérstökum
dráttarvöxtum (SDR), það eru
Bandaríkjadalir, bresk pund og
vestur-þýsk mörk.
Landsbankinn hefur kynnt
sölusamtökum útflytjenda sjáv-
arafurða vinnubrögð sín við fram-
kvæmd þessarar kerfisbreytingar.
Það eru afurðalánadeild aðal-
banka Landsbankans og útibú
bankans sem fjalla um óskir um
myntbreytingar með eftirfarandi
hætti:
- Aðalreglan er að veðsetning
afurða sé í væntanlegri sölu-
mynt hennar, veðsetji fram-
leiðandi í annarri mynt en
SDR.
- Upphafleg veðsetningarmynt
á að fylgja vörunni alla leið,
frá veðsetningu til skila á af-
urðaverði.
- Þeir sem þess óska geta breytt
um veðsetningarmynt á eldri
framleiðslu (framl. fyrir 1. nóv-
ember 1985) innan þeirra
marka sem áður greinir.
Við veðsetningu afurða á að
skila einni framleiðsluskýrslu
(birgðaskýrslu) fyrir hverja teg-
und gjaldeyris, sem láns er óskað
í, og skal gjaldeyrisins getið á
skýrslueyðublaðinu.
Sækja þarf um breytingu á láni
úr SDR í annan gjaldmiðil, og
verður þá að fylgja með frarn-
leiðsluskýrsla (birgðaskýrsla) yf'r
hlutaðeigandi birgðir og magn.
Notað verður miðgengi (þ e-
meðaltal kaup- og sölugengis) við
uppgreiðslu á SDR en kaupger,8'
á þeirri mynt sem breytt er í.
Lánum vegna framleiðslu fra
1984 er ekki hægt að breyta í aðr-
ar myntir.
Séu margar veðsetningarmynt'
ir í gangi kunna að koma upp err'
iðleikar með innborganir á lánin-
Þess vegna er óskað eftir því við
framleiðendur að við útskipL,n
vöru sétilgreint í hvaða mynt hun
var veðsett. Sölusamtökin þur,a
síðan að sjá um það við skiM'
Landsbankans að þessar upplý5'
ingar fylgi með.
Framleiðslulánasamningar
verða endurnýjaðir um áramót og
verður núverandi texta í samn-
ingunum breytt. Vilji menn
breyta í aðrar veðsetningarmynt|r
nú 1. nóvember gilda umsóknar-
eyðublöð sem bráðabirgðasamn-
ingur til áramóta. .
(Fréttfrá LandsbankanuniJ-
BETRI
MEÐFERÐ
AUKIN GÆÐI
HANDBRAGÐ ÞITT SKIPTIR MÁLI
/ö)(q) RIKISMAT
lívlii) SJÁ VARAFURÐA