Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1985, Qupperneq 64

Ægir - 01.11.1985, Qupperneq 64
BÓKAFREGN Karvel Ögmundsson: Sjómannsævi Endurminningar III. bindi Örn og Örlygur 1985. 239 bls. Þriðja og síðasta bindi endur- minninga Karvels Ögmundsson- ar útgerðarmanns og skipstjóra, Sjómannsævi, er nýkomið út og er þar víða komið við sögu eins og í fyrri bindum. Að efni til má skipta þessu bindi í þrjá megin- flokka, þ.e. frásagnir af sjósókn, útgerð og félagsmálastörfum, frásagnir af dulrænum fyrirbær- um, sem fyrir höfundinn hafa borið, og loks minningar um ýmsa samferðamenn. Ber þó að taka fram, að í bókinni er efninu ekki raðað niður eftir þessum flokkum. í fyrsta efnisflokknum segir frá útgerð og sjósókn á Snæfells- nesi, síldveiðum fyrir Norður- landi og skipstjórn á skipum annarra, þ.á m. á útvegi Hálf- dáns Hálfdánssonar í Búð í Hnífsdal. Þær frásagnir eru fróð- legar og bregða sumar hverjar upp skemmtilegum þjóðlífs- myndum. Engu að síður verður frásögnin um flest athyglisverð- ari er höfundur er fluttur suður í Njarðvíkur og tekinn að stunda útgerð þar. í þeim þáttum segir gerla af erfiðleikum og erfiðri að- stöðu til útgerðar þar syðra og eru þó, þegar öllu er á botninn hvolft, einna fróðlegastar frá- sagnirnar af stofnun hagsmuna- samtaka útgerðarmanna á 4. áratugnum, ekki síst af stofnun Olíusamlags Keflavíkur og ná- grennis. Þáttur samvinnuhreyf- ingarinnar í þeim málum er allur hinn athyglisverðasti, enda hef- ur Karvel átt gott samstarf við samvinnumenn á mörgum svið- um, svo sem gjörla segir af í bók- inni. En þótt frásagnirnar af út- gerðarsögu Karvels séu allar fróðlegar og margar lærdómsrík- ar, er hinu ekki að neita, að sá sem þessar línur ritar hefði gjarn- an viljað fræðast meira um áhrif nýsköpunarinnar á útgerð Suðurnesjamanna á 5. áratugn- um. Þegar Karvel var kominn í land, tók hann mikinn þátt í fé- lagsmálum, bæði sveitarstjórn- armálum og almennum félags- málum. Af þeim þætti ævistarfs- ins segir rækilega í bókinni, enda var þar oft um merkileg brautryðjendastörf að ræða. Engum, sem lesið hefurendur- minningar Karvels Ögmunds- sonar, getur dulist, að hann býr yfir dulrænum hæfileikum. Af tilvikum, þar sem hann skynjaði áhrif úr öðrum heimi, segir víða í þessari bók og eru þær frásagn- ir margar athyglisverðar. Á langri ævi hefur Karvel kynnst og starfað með miklum fjölda fólks. Hann getur margra samferðamanna í minningum sínum og er athyglisvert, hve gott orð honum liggur til þeirra allra. Vel má vera að blámóða minn- inganna breiði í huga hans yf|r bresti í fari samferðamanna, en hitt er staðreynd, að engun1 manni er hallmælt. Þetta lokabindi endurminn inga Karvels Ögmundssonar er, eins og hin fyrri, læsilegt og dta á vönduðu máli. Enginn eti er a því að höfundurinn segir frá öllu eins og hann man og veit réttas og líkast til eru það pennaglöp er segir á bls. 16, að samið hafi yer' ið við „eigendur félagsfrystihúss á ísafirði. Á þeim tíma, sem um ræðir, var ekkert frystihús á Isa firði og mun átt við íshús. Efnislegar villur hef ég e 1 fundið í textanum utan Þessa einu, oghiðeinasemfinnamáa bókinni er að niðurskipan efms mætti vera skipulegri. Frásögm11 er á stundum fullmikið í belg °S biðu og gerir það lesandanum óþarflega erfitt með að átta sig a tímaröð og samhengi atburða. Þessi bók er prýdd fjö a mynda og í bókarlok er nafna skrá yfir öll þrjú bindin. Er þá ekki annað eftir en a þakka Karvel Ögmundssyni fyrir þrjár bráðskemmtilegar mif10 ingabækur. Með ritun þeirra ie ur hann haldið til haga ýmsum fróðleik, sem betur var geym ur en gleymdur. Jón Þ. Þor. 676-ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.