Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1986, Blaðsíða 10

Ægir - 01.11.1986, Blaðsíða 10
mikið og við getum með sem minnstum tilkostnaði. Þaðverður aldrei fundin upp fiskveiðistefna sem allir verða sáttir við. Það er hins vegar slæmt að einstakir for- ystumenn í stjórnmálum telji það líklegustu leiðina til að auka fylgi sitt að gera sem minnst úr störfum mínum og þeirra fjölda annarra sem hafa af mikilli einlægni tekið þátt í því að byggja upp samstöðu um þetta erfiða mál í þjóðfélag- inu. Ég segi þessi orð ekki hér til þess að kvarta undan því, að um þetta mál skuli vera skiptar skoðanir. Það er eðlilegt og þeir sem í stjórnmálum starfa verða að sjálfsögðu að þola gagnrýni. Ég segi þau hins vegar vegna þess, að ég tel ástæðu til að hafa áhyggjur af því, hvernig málum verði skipað í framtíðinni. Sú skammsýni og þröngsýni sem kemur fram í þeim ummælum, sem égvitnaði til áðan ogýmsum öðrum, má ekki verða ráðandi á næstu mánuðum. Það má vel vera að einhverjir frambjóðendur geti slegið sér upp á því, án þess að hafa neitt annað til málanna að leggja. Það er auðvelt að rífa það niður sem byggt hefur verið upp, en það kann að verða erfið- ara að koma sér saman um nýtt fyrirkomulag nema það gerist í eðlilegu framhaldi af því sem þegar hefur verið gert. Það er sjálfsagt að gera breytingar sem eru vel undirbúnar og horfa til hagsbóta. Það er rík ástæða fyrir þá sem við íslenskan sjávarútveg starfa að taka afstöðu til fiskveiði- stefnunnar á komandi árum og hefja umræðu og undirbúning sem fyrst. Við verðum jafnframt að gera okkur grein fyrir því, að stjórn okkar á eigin málum hefur einnig áhrif á það traust sem við höfum hjá erlendum lánastofnunum. Við höfum þurft að taka mikið af erlendum lánum á undanförnum árum og það er mikilvægt að við búum við sem best lánskjör og aðilar telji öruggt að lána okkur fé. Nýlega dvaldist hér á landi nefnd frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. í skýrslu hennar kemur m.a. fram eftirfarandi: „Áhrifin af ákveðnari stjórn fiskveiða hafa verið sérstaklega hagstæð. Ef áfram verður haldið skynsamlegri nýtingu fiskstofna, verður e.t.v. ekki aðeins fært að auka fiskafla til frambúðar, heldur einnig að draga úr framtíðarsveiflum í sjáv- arútvegi. Eigi að síður fela nátt- úrulegar takmarkanir á fiskafla í sér að varðveita verður samkeppn- ishæfni annarra greina svo sem fiskræktar og ferðamannaþjón- ustu." Erlendar lánastofnanir fylgjast að sjálfsögðu með því hvernig við gætum okkar eigin auðlinda. Á auðlindunum bygg- ist lánstraust okkar. Þær eru grundvöllur afkomu okkar. Þær eru þó umfram allt undirstaða þess að íslendingar geti lifað góðu lífi í landinu um ókomin ár. Það er því mikið í húfi og gáleysi á þessu sviði getur orðið dýr- keypt. Rækjuveiðar Á síðustu fimm árum hefur rækjuafli íslendinga meira en þrefaldast. Hefur hann aukist ur ríflega 9.000 tonnum árið 1982 ' rúmlega 30.000 tonn í ár. Vegna breyttra vinnsluaðferða og batn- andi markaðsaðstæðna hefur verðmæti rækjuaflans nær sjo faldast á sama tíma og aukist ur 425 milljónum króna 1982 í tæpa 3 milljarða króna í ár m.v. núver andi verðlag. Þessi aukning 3 rækjuafla hefði aldrei orðið í sVCj ríkum mæli ef við hefðum e búið við fiskveiðistjórnun er ta markaði afla einstakra skipa u hefðbundnum veiðistofnurn- Aukningin hefur orðið án þeSS fiskiskipaflotinn stækkaði og því tvímælalaust verulegan pa batnandi afkomu útgerðar í lan inu. Ég hef um nokkurt skeið 3 af því áhyggjur að sívaxan' sóknarþungi í rækjuna kynm ^ ganga of nærri stofninum- hafa 230 skip rækjuveiðileyn e árið 1985 voru þau 155. |S fræðingarteljaað lítill samgang sé milli rækju á fjarliggj3, _ miðum og að vaxtastofnar J rækju hérvið land séu þvífleirl 650-ÆCIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.