Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1986, Blaðsíða 40

Ægir - 01.11.1986, Blaðsíða 40
skipshöfn verið vinnumenn hans, sem hann greiddi nokkur ærgildi í kaup og föt og fæði. Þegar talað er um hluti, þá eru það hlutir skipshafnar jafnir fjölda háseta og formaðurinn hafði 1 Vi hlutogskipið 1,1 Vi eða 2 eftir stærð. 1200 í hlut á tein- æringi hafa þá verið 14400 fiskar, eða 380 vættir, sem þá svaraði til 109 kúgilda eða jarðarhundraða á skreiðarverði 15du aldar. En aflinn var misjafnari á hand- færaöldunum en hann hefur nokkur tímann orðið á tímum mikillar sóknar. Það skiptust á mikil aflaár og svo önnur álíka mörg alger ördeyðuár. í góðærum í sjónum óx stofninn. Þar sem grisjun var þá lítil af völdum sóknar, gerféll þessi stóri stofn, þegar hann fékk á sig hörð ár. Þetta var eins til landsins með sauðkindina. Menn fjölguðu kindum sínum í góðærum, eins og landið þoldi mest, og sauðfé stráféll þegar harðnaði í ári. Margar vertíðir gátu komið í röð, svo að ekki væru nema nokkrir fiskar í hlut á fengsælustu miðunum, eins og við Faxaflóa og vestanlands. Árferðisannáll 15du aldar er mjög slitróttur, ogenginn um afla- brögð, en það verður að gera ráð fyrir svipuðum aflasveiflum og á áraskipaöldunum yfirleitt. Það er ein lína um aflabrögð í árferðis- annál 15du aldarinnar og hún er af árinu 1424 en þá er sagt að verið hafi „fiskjarlítið." í „Sailing trawlers", sögu úthafsveiða Eng- lendinga með lóðir og botnvörpu er sagt að góður afli hafi verið við ísland á Tudortímanum, en það er þá á tímabilinu 1485-1603, en það þykja okkur strjálar fréttir, og vildum gjarnan eiga þær nánari. Það mun lengst af hafa verið talin sæmileg vertíð 3-400 til hlutar. Slík vertíð hefði gefið landeig- anda, sem átti skip fyrir landi, sexæring, áttæring eða teinær- ing, góðartekjur, ekki sístef hann átti mörg slík skip. í fyrri grein var þess getið að hinir grónu höfð- ingjar, sem áttu jafnan mörg skip fyrir landi, eins og Vatnsfirðingat og Skarðverjar, urðu forríkir a 15du öld og í þeirri grein fjallað um þau þjóðarmistök að nota ekki þessa öld til að gera fisk- veiðar af sjálfstæðum atvinnu- vegi, í stað þess að halda þeim áfram sem undirgrein landbún- aðar. Vatnsfirðingurinn Björn ríki Þorleifsson hirðstjóri, kvæntist Ólöfu ríku Loftsdóttur á Skarði og með því rann saman auður Vatns- firðinga og Skarðverja og varð af mesti auður einnar ættar á ls- landi, og hann varfenginn af fisk- veiðum. Guðmundur Arason á Reyk- hólum, sem kvæntur var systur Björns ríka, og rak mikil viðskipt' við Englendinga, átti orðið 6 höfuðból og með þeim 135 ut- jarðir og var jarðareign hans metin á 3217 jarðarhundruð og jafnt varauður hans mikill í lausa- fé, (búfénaði og skipum) °S ógrynni fjár var hann sagður eiga í peningum. Af þessari jarðareign má sjá hvert hann rann gróðinm þeirra höfðingja, sem áttu mörg skipfyrir landi sem láaðgjöfulum miðum, þeir hefðu vel haft efni 3 því að láta smíða sér duggur og leggja þannig grundvöll að fisk' veiðum, sem sjálfstæðri atvinnu- grein. En það varð ekki, sem fyrr segir að smíðaðar væru eða keyptar duggur, ekki einu sinn' að bátaflotinn væri endurnýja°j ur. 1425 segir Hannes hirðstjon að íslendingareigi ekki annaðen smábáta, af því að land þe'rr® skorti algerlega við, sem hæfur sé til bátasmíði. , Ef gert er ráð fyrir að lest a skreið hafi á 15du öldinni lagt sl§ á 20 sterl.pd. á enska markaðn um, (sbr. síðar um enska marka s verðið) og fiskidugga ensk ha fullbúin, þ.e. með rá og re'^í?g veiðarfærum, kostað um sterl.pd. þá hefðu nægt 20- 680-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.