Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1986, Síða 40

Ægir - 01.11.1986, Síða 40
skipshöfn verið vinnumenn hans, sem hann greiddi nokkur ærgildi í kaup og föt og fæði. Þegar talað er um hluti, þá eru það hlutir skipshafnar jafnir fjölda háseta og formaðurinn hafði 1 Vi hlutogskipið 1,1 Vi eða 2 eftir stærð. 1200 í hlut á tein- æringi hafa þá verið 14400 fiskar, eða 380 vættir, sem þá svaraði til 109 kúgilda eða jarðarhundraða á skreiðarverði 15du aldar. En aflinn var misjafnari á hand- færaöldunum en hann hefur nokkur tímann orðið á tímum mikillar sóknar. Það skiptust á mikil aflaár og svo önnur álíka mörg alger ördeyðuár. í góðærum í sjónum óx stofninn. Þar sem grisjun var þá lítil af völdum sóknar, gerféll þessi stóri stofn, þegar hann fékk á sig hörð ár. Þetta var eins til landsins með sauðkindina. Menn fjölguðu kindum sínum í góðærum, eins og landið þoldi mest, og sauðfé stráféll þegar harðnaði í ári. Margar vertíðir gátu komið í röð, svo að ekki væru nema nokkrir fiskar í hlut á fengsælustu miðunum, eins og við Faxaflóa og vestanlands. Árferðisannáll 15du aldar er mjög slitróttur, ogenginn um afla- brögð, en það verður að gera ráð fyrir svipuðum aflasveiflum og á áraskipaöldunum yfirleitt. Það er ein lína um aflabrögð í árferðis- annál 15du aldarinnar og hún er af árinu 1424 en þá er sagt að verið hafi „fiskjarlítið." í „Sailing trawlers", sögu úthafsveiða Eng- lendinga með lóðir og botnvörpu er sagt að góður afli hafi verið við ísland á Tudortímanum, en það er þá á tímabilinu 1485-1603, en það þykja okkur strjálar fréttir, og vildum gjarnan eiga þær nánari. Það mun lengst af hafa verið talin sæmileg vertíð 3-400 til hlutar. Slík vertíð hefði gefið landeig- anda, sem átti skip fyrir landi, sexæring, áttæring eða teinær- ing, góðartekjur, ekki sístef hann átti mörg slík skip. í fyrri grein var þess getið að hinir grónu höfð- ingjar, sem áttu jafnan mörg skip fyrir landi, eins og Vatnsfirðingat og Skarðverjar, urðu forríkir a 15du öld og í þeirri grein fjallað um þau þjóðarmistök að nota ekki þessa öld til að gera fisk- veiðar af sjálfstæðum atvinnu- vegi, í stað þess að halda þeim áfram sem undirgrein landbún- aðar. Vatnsfirðingurinn Björn ríki Þorleifsson hirðstjóri, kvæntist Ólöfu ríku Loftsdóttur á Skarði og með því rann saman auður Vatns- firðinga og Skarðverja og varð af mesti auður einnar ættar á ls- landi, og hann varfenginn af fisk- veiðum. Guðmundur Arason á Reyk- hólum, sem kvæntur var systur Björns ríka, og rak mikil viðskipt' við Englendinga, átti orðið 6 höfuðból og með þeim 135 ut- jarðir og var jarðareign hans metin á 3217 jarðarhundruð og jafnt varauður hans mikill í lausa- fé, (búfénaði og skipum) °S ógrynni fjár var hann sagður eiga í peningum. Af þessari jarðareign má sjá hvert hann rann gróðinm þeirra höfðingja, sem áttu mörg skipfyrir landi sem láaðgjöfulum miðum, þeir hefðu vel haft efni 3 því að láta smíða sér duggur og leggja þannig grundvöll að fisk' veiðum, sem sjálfstæðri atvinnu- grein. En það varð ekki, sem fyrr segir að smíðaðar væru eða keyptar duggur, ekki einu sinn' að bátaflotinn væri endurnýja°j ur. 1425 segir Hannes hirðstjon að íslendingareigi ekki annaðen smábáta, af því að land þe'rr® skorti algerlega við, sem hæfur sé til bátasmíði. , Ef gert er ráð fyrir að lest a skreið hafi á 15du öldinni lagt sl§ á 20 sterl.pd. á enska markaðn um, (sbr. síðar um enska marka s verðið) og fiskidugga ensk ha fullbúin, þ.e. með rá og re'^í?g veiðarfærum, kostað um sterl.pd. þá hefðu nægt 20- 680-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.