Ægir - 01.06.1990, Side 30
314
ÆGIR
6/90
Nýsjálenskur sjávarútvegur
í örum vexti
Yfirlit
Fiskveiðilögsaga Nýja-Sjálands
nær yfir 1.2 milljóna fermílna haf-
svæði og er ein hin stærsta í heim-
inum. Nýsjálendingar stýra fisk-
veiðum sínum með kerfi aflakvóta
af svipaðri gerð og íslendingar.
Þeir skipta lögsögunni í sjö stjórn-
svæði, en þrátt fyrir mikla víðáttu
inniheldur fiskveiðilögsagan ekki
mjög auðug fiskimið, enda %
hlutar hennar á það djúpu vatni að
ekki er hægt að nýta þar nein þau
veiðarfæri sem algengust eru við
Nýja-Sjáland í dag, svo sem botn-
vörpu eða línu. Grunnmið eru
hinsvegar fullnýtt og möguleikar
til aukinna veiða liggja á djúpmið-
um. Um miðin í heild er það að
segja að þau eru ekki auðug að
fiski miðað t.d. við íslandsmið.
Heildarafli Nýsjálendinga árið
1988 var 494 þúsund tonn af
botnfiski og 121 þúsund tonn af
kolkrabba, einnig var áætlað að
mögulegt sé að veiða yfir 20 þús-
und tonn af túnfiski við Nýja-
Sjáland. Mögulegur hámarksafli
við Nýja-Sjáland er ákveðinn ár
hvert af fiskifræðingum og er sú
ákvörðun grunnpunktur fyrir það
kvótakerfi sem þar er notað til að
stjórna veiðunum.
Yfirráð yfir fiskveiðilögsögu út í
200 sjómílur sem fengust árið
1978, gerir Nýsjálendingum
nauðsynlegt að auka fjárfestingu í
stærri fiskiskipum og í fleiri eða
stærri fiskvinnslustöðvum til að
nýta fiskimiðin utan 200 metra
jafndýpislínu. Þetta vandamál
ætla stjórnvöld á Nýja-Sjálandi að
leysa að hluta með samvinnu og
samstarfi við erlenda aðila.
Sú stefna stjórnvalda varðandi
úthafsveiðarnar að afhenda veiði-
heimildir til útlendinga á sama
tíma og innlendir fiskimenn eiga í
erfiðleikum vegna minnkandi
kvóta á grunnmiðum hefur valdið
deilum í nýsjálenskum sjávarút-
vegi.
Nýsjálenska kvótakerfiö
Nýsjálendingar hafa tekið þá
stefnu að stýra fiskveiðum sínum
með kvótakerfi sem í grunn-
atriðum líkist því íslenska. Öll skip
sem veiða við Nýja-Sjáland þurfa
til þess veiðileyfi og vera skráð og
eru skoðunarskyld.
Markmiðin með fiskveiðistefnu
stjórnvalda eru þessi helst:
1. Stuðla að stöðugu framboði af
fiski sem er af háum gæða-
flokki til innlendra fiskvinnslu-
stöðva og skapa þannig fólki
atvinnu við framleiðslu vöru til
útflutnings og um leið full-
nægja vaxandi eftirspurn
innanlands eftir sjávarafurð-
um.
2. Nýta þá náttúruauðlind sem
fiskimiðin eru.
3. Varðveita og ef mögulegt er að
bæta þá auðlind sem miðin
eru.
4. Halda stærð fiskstofna í því
jafnvægi sem raunhæfast og
hagkvæmast er.
5. Örva nýsjálenskan sjávarútveg
til framfara og stuðla að
auknum sjávarrannsóknum.
Tvö meginatriði voru grund-
völlur reglna stjórnvalda til hag-
kvæmrar stjórnar fiskveiða við
Nýja-Sjáland sem samþykktar
voru árið 1986. Hið fyrra er áður-
nefnd ákvörðun fiskifræðinga um
hámarksafla af helstu fiskteg-
undum á grunnmiðum, hið síðara
er úthlutun framseljanlegra kvóta
til útgerðarmanna á grundvel 1
veiða þeirra á nokkrum undan*
förnum árum. þannig hafa Nýsja'
lendingar fetað í fótspor íslend-
inga í þessum efnum og nokkrir
fiskihagfræðingar hafa reyndar
fullyrt að lög þeirra um stjórn
veiða standi þeim íslensku mikh'
framar.
Kvótakerfi Nýsjálendinga va
samþykkt í október 1986 og náð'
yfir 26 botnfisktegundir og eina
tegund skelfisks. Síðar, eða á ver-
tíðinni 1987/1988, var tveimur
botnfisktegundum bætt við í þetta
kerfi.
Eitt af grundvallaratriðum
nýsjálenskra kvótakerfisins er fra-
brugðið því íslenska að því leV11
að stjórnvöld kaupa til baka kvóta/
ef ástæða þykir til að létta sókn 1
ákveðna stofna, þannig greiddu
nýsjálensk stjórnvöld 45 milljdna'
NZ$ til að kaupa til baka 15.80
tonna kvótarétt haustið 1986.
bótarkvóti var síðan keyptur ári
1987 fyrir 1.4 millj.$. Kvótakert'
Nýsjálendinga þykir bæði áhrita
ríkt sem stjórntæki og jafnfram
auðveld leið til að tryggja haS
kvæmustu sókn í fiskstofnana.
Aöstæður í dag
íslendingar ættu að fylgjst ve
með tilraunum Nýsjálendinga
við
stjórn fiskveiða, þeir eru að feta
sig eftir svipuðum brautum me
þessi mál og við. Kringumstaeður