Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1990, Side 32

Ægir - 01.06.1990, Side 32
316 ÆGIR 6/90 UR UTVEGI 1989 Af þróun afla eftir landshlutum og mismunandi notkun á veiðar- færum, ásamt breytingum á heildarafla tegunda á nýliðnum árum, geta aðilar sem að útgerð og vinnslu standa byggt spár sínar um framtíðina. Hefðbundinn úr- dráttur úr Útvegi yfir afla, veiðar- færaskiptingu og landshlutaskipt- ingu helstu fisktegunda fer hér á eftir. Þorskur Þorskafli dróst enn saman á árinu 1989, annað árið í röð. Alls nam þorskafli ársins 353.647 tonnum á móti 375.754 tonnum árið 1988. Aflasamdrátturinn var því 5.9%. Þorskafli hefur dregist saman um 10% frá árinu 1987, en þá var þorskaflinn 389.809 tonn. Á meðfylgjandi línuriti sést þróun þorskaflans frá 1968. Verðmæti þorskaflans var 15.160 milljónir króna og óx því milli ára um 1 7% í krónum talið. í dollurum var verðmæti þorsk- aflans 265 milljónir árið 1989 á móti 300 milljónum metárið 1988, eða minnkaði um 11.7%. Gengi dollars styrktist verulega á síðasta ári gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum heims. Þannig hækk- aði meðalgengi dollars gagnvart krónu um 32.6% milli ára, meðan SDR hækkaði um 26.6%. Tæp- lega 0.75$ fengust fyrir kíló af þorski upp úr sjó á árinu 1989 á móti 0.8$ á kíló árið áður. Var meðalverð á kíló af þorski úr sjó því svipað í dollurum talið á síð- asta ári og var árið 1987. Talið í SDR var virði þorskaflans árið 1989, 207.3 milljónir eða 16.9 milljónum SDR minna en árið áður, sem er 7.5% samdráttur.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.