Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1991, Side 6

Ægir - 01.09.1991, Side 6
450 ÆGIR 9/9’ Gunnar Flóvenz Saltsíldarframleiðslan á haust- og vetrarvertíðinni 1990-1991 íslenzku síldarstofnarnir Svo sem kunnugt er töldu fiskU fræðingar að síldveiðarnar við ísland hafi fyrir hrunið mikla í lok sjöunda áratugarins byggzt á þrem síldarstofnum: norsk-íslenzku vor- gotssíldinni, íslenzku vorgotssíld- inni og íslenzku sumargotssíld- inni. Eftir hrunið hefur ekki orðið vart við neina vorgotssíld á haf- svæðinu kringum ísland og hafa veiðarnar hér eftir 1968 því ein- göngu byggzt á sumargotssíldar- stofninum. Stofn þessi styrktist hægt og sígandi frá því að veiðar í hringnót voru leyfðar á ný haustið 1975 eftir tveggja ára veiðibann og komst í um 500 þús. tonn árið 1988. Hafrannsóknastofnunin telur að hrygningarstofninn hafi á ver- tíðinni 1990 verið um 440 þús. tonn, sem er nokkru minna en talið var samkvæmt úttekt stofnun- arinnar á árinu 1990. Stærð hrygningarstofnsins er nú áætluð um 425 þús. tonn, sem er talsvert minna en búizt hafi verið við sam- kvæmt fyrri úttekt stofnunarinnar (mynd 1). Með hliðsjón af þessu hefir Hafrannsóknastofnunin ekki talið ráðlegt að veiða meira en 80 þús. tonn á árunum 1991 og 1992. í greinargerð stofnunarinnar' er þó tekið fram, að tillögur um leyfilegan hámarksafla fyrir árið 1992 verði endurskoðaðar eftir því sem niðurstöður rannsókna gefi tilefni til. Norsk-íslenzki síldarstofninn, sem lengi var talinn í útrýmingar- hættu, hefir rétt verulega við eftir að hrygning heppnaðist vel árið 1983. Síldin úr þeim árgangi varð kynþroska á árinu 1988 eins og getið var um í ársyfirliti um salt- síldarframleiðsluna 1989. Hrg] ingarstofn norsk-íslenzku 4 innar er nú talinn u.þ-b. ’l°^n sinnum stærri en hrygningars° íslenzku sumargotssíldarinn . Það var einmitt á sama ári og P stóri árgangur frá 1983 varð þroska, að vart varð við s göngur síldar úr norsk-íslen

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.