Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1991, Síða 18

Ægir - 01.09.1991, Síða 18
462 ÆGIR 9/9' Ráðstöfun heimsaflans í umfjöllun um heimsaflann 1989, í 8. tbl. Ægis, var nefnt að hugsan- lega yrði betur urn heimsaflann fjallað síðar. Hér verða settar fram frekari upplýsingar úrskýrslu FAO og aðallega rætt um helstu mark- aði sjávarafurða á árunum 1986 — 1988. I meðfylgjandi töflu geta les- endur séð hvernig aflanum var ráðstafað á árunum 1986-1988, þ.e.a.s. hve mikið fór til iðnaðar og hve mikið til beinnar neyslu. Sömuleiðis er sýnt í töflunni fram- boð á sjávarfangi á mörkuðum einstakra landa og/eða heims- hluta. í fyrsta dálki töflunnar eru talin löndin sem viðkomandi upp- lýsingar eiga við. Annar dálkurinn sýnir meðaltalsat'la veiðiflota ríkj- anna á árunum 1986-1988. Þriðji dálkurinn segir síðan til um hve mikið af aflanum fór til iðnaðar, þ.e.a.s. í bræðslu eða svipaða framleiðslu. Næst koma upplýs- ingar um hve mikið var flutt út af sjávarafurðum til hvers lands og þar næst hve mikið var flutt inn. Loks er heildarframboð sjávaraf- urða til beinnar neyslu á mörkuðum einstakra landa. í sjö- unda dálki töflunnar koma fram upplýsingar um manntjölda á hverju svæði eða í einstökum löndurn sem upplýsingarnar eiga við. Aftast er svo sjávarafurða- framboði hvers svæðis eða lands skipt á einstaklinga sem þar búa. Hér eru ekki settar fram upplýs- ingar um öll lönd sem skýrsla FAO inniheldur, heldur einungis ríkari þjóðir. Að öðru leyti gilda upplýs- ingarnar fyrir einstaka heimshluta. Ríkari þjóðirnar taka til sín bróð- urpartinn af sjávarafurðum heims- ins og þessi fjórðungur íbúa heimsins hrifsar til sín og neytir tæplega helmings af allri fram- leiðslu sjávarafurða til manneldis. Gildir þar jafnt um sjávarafurðir og aðrar vinsælar vörur sem skortur er á. í 8.tbl. Ægis var lítillega fjallað um mismunandi neyslu sjávaraf- urða eítir löndum. Þetta sést vel ef lesendur skoða aftasta dálk töt'l- unnar. Skv. upplýsingum FAO var meðalfiskneysla á íbúa mjög mis- munandi eftir löndum eða frá 100 gr á mann í Eþíópíu upp í rúmlega 86.4 kg á mann í Færeyjum, 85,2 kg á mann á Grænlandi. Á íslandi er þó neyslan mest eða 92.4 kg á mann. Þess ber þó að geta að hlutfall erlendra ferðamanna er sennilega óvíða jafnstórt miðað við fólksfjölda og hér á land^ þannig er ekki við því að búast a tölurnar eigi við innfædda eina- Annað er einkennandi. Eyþjó^'r eru að jafnaði með mjög nr"k1 neyslu sjávarafurða, sbr. b'rr nefndar þjóðir og auk þeirra )aP anir (71.2 kg) og fleiri eyþjó ,r Kyrrahafs. Eitt ættu lesendur að skoða jtar lega en það er samband afla, ,nri flutnings, útflutnings og ney$ sjávarafurða eftir löndum. ^aí hafa netnilega oft verið dreg"al býsna vafasamar ályktanir at ver mætasköpun fiskiðnaðar í e' stökum löndum út frá upphs inguni um afla veiðiflota viðkon' andi landa og útflutningsverðmm sjávarafurða frá sömu löndu"n T.a.m. sést í töflunni að Danmöþ, flytur inn mikið magn af fisk' öðrum löndum til frekari vinns og selur síðan aftur úr landi. Þes- vegna er ekki hægt að setja UP ^ reiknidæmi og taka annarsveg afla danskra skipa og sj n útflutningsverðmæti sjávarafur frá Danmörku og gefa sér þa^ út frá útkomu dæmisins, að vir 1 auki í fiskvinnslu í Danmörku margfalt hærri en á l^an Dæmið er flóknara en svo. Átök framboðs og et'tirspurnar ákvarða verðlag sjávaralurða

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.