Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1992, Side 18

Ægir - 01.05.1992, Side 18
234 ÆGIR 5/92 Útflutningur sjávarafurða Mikil breyting átti sér stað í út- flutningi sjávarafuröa 1991. Út- flutningur dróst saman um 150 þúsund tonn, eða um tæpan fjórðung frá fyrra ári. Alls nam út- flutt magn sjávarafurða á árinu 471.646 tonnum á móti 623.354 tonnum árið 1990. Hafa útfluttar sjávarafurðir ekki verið minni að magni síðan 1983. Hér veldur að sjálfsögóu mestu samdráttur loðnuveiðanna, en einungis voru flutt út tæp eitt hundrað þúsund tonn af mjöli og lýsi á móti tæp- um tvö hundruð þúsund tonnum árið áður. Sömuleiðis var mun minna flutt út af ísfiski á árinu 1991 en áriö áður, eða samdrátt- ur um rúm 30%. Alls nam ísfisk- útflutningurinn 139.950 tonnum 1990, en aðeins 95.667 tonnum á síðasta ári. Raunvirði útfluttra sjávarafuróa stóð nokkurnveginn í stað frá metárinu 1990. Alls var verðmæti útflutningsins 75.031 milljón króna á móti 72.351 milljón árið 1990, eða aukning um 3.7%. í dollurum jókst verómæti útfluttra sjávarafuróa um 2.3% og var virði útflutningsins 1.271 milljón doll- arar, en var árið áður 1.243 millj- ónir dollarar. Mælt í SDR nam virói útflutningsins tæpum 930 milljónum, sem var aukning verð- mæta um 1.5%. Öllum sem þetta lesa er vel kunnug þróun fisk- verðs á afuróamörkuðum okkar erlendis. Mikil og stöðug hækkun á botnfiskafurðum átti sér stað allt frá haustdögum 1989 og nam hækkunin 26% mælt í SDR, þeg- ar luin náði hámarki í febrúar 1991. Eftir það var verð nokkuð stöðugt til loka ársins. Hækkun meðalverðs botnfiskafuróa milli áranna 1990 og 1991 var tæp 15%. Verð á ísfiski á erlendum mörkuðum hækkaði nokkru minna milli áranna 1990 og 1991 en verð á afurðum vinnslunnar. Rækjuverð hélt áfram að lækka og virðist hafa náð botninum um mitt síóasta ár, en hefur haldist nokkuð stöðugt síðan. Eru bundn- ar nokkrar vonir við hækkandi rækjuverð, þar sem í rækjuveið- inni er bjartasta vonin um aukin útflutningsverðmæti á yfirstand- andi ári ásamt loðnuveióum og bræðsluiðnaðinum. Birgðir sjávarafurða jukust nokkuó á árinu, þannig að út- flutningsframleiðsla sjávarútvegs- ins 1991 er talin hafa verið u.þ.b. 4% verðmætari mæld í dollurum en árið áður. Arið verður því að teljast í hópi „góöu áranna" að því er útflutningsframleiðslu sjáv- arafurða varðar. Á næstu blaðsíóum er þróun út- flutningsverðmæta sjávarútvegS' ins rakin í máli og myndum. ð( grunni eru þessar upplýsingar fengnar frá Hagstofu íslands. Re’tl er að vekja athygli á því að íra|TI' setning talna um útflutning sjávar' afurða er að nokkru frábrugði'1 hefðbundinni framsetningu Hag' stofunnar. Þar er fyrst og frenis1 um að ræða aðra flokkun útflutn ingsins. Þannig hefur Hagstofan talið útflutning niðursoðinna °íj niðurlagðra sjávarafurða rneðí útfluttra iðnaðarvara. í Ægi lielul hinsvegar verið venja að telja ar urnefndar vörur meö öðrum a urðum sjávarútvegsins. Sama gildir um t.d. fiskafóður sem Hag stofan telur til iðnaðarvara, Þ° fiskafóður sé að uppistöðu í i|11 frábrugðið öðru fiskmjöli. Línurit það sem fylgir hér á si( Vísitölur útflutningsverðmætis (100 - 1979)

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.