Ægir - 01.06.1992, Side 17
1992
LOÐNUVEIÐAR
17
^8ja öllum verðhækkunum verð-
®kkanir aftur. Á seinustu árum
^etur verð sojamjöls lítið breyst.
^jskmjöl hefur aftur á móti verið
a hækka og verðmunur þarna á
ni1 li hefur aukist verulega. Á-
s ®ða þessa er fyrst og fremst sú
a fiskmjöl er ekki lengur framleitt
°8 selt eins og áður sem „bulk"
.ara, heldur er framleiðslan kom-
n yfir í mismunandi tegundir af
jöli fyrir mismunandi notkun.
Getur eitt fyrirtæki haft á boðstól-
um milli tíu og tuttugu tegundir
fiskmjöls.
Mynd 2 sýnir verðþróun búk-
lýsis borið saman við samkeppn-
isafurðirnar soja- og pálmaolíur
yfir sama tímabil og mjölið. Á
myndinni sést verðhækkunin sem
varð á sama tímabili og í mjölinu
árið 1987 og fram á mitt ár 1988.
Á síðustu árum hefur búklýsið
dregið verulega á jarðolíurnar og
verðmunur á þessum afurðum
minnkað. Er ástæðan sú að lýsið
er notað til sérhæfðari framleiðslu
en áður var og því minna háð
verði samkeppnisafuróanna.
Fyrirframsölur íslenskra loðnu-
verksmiðja, sérstaklega á loðnu-
mjöli, af framleiðslu væntanlegrar
loðnuvertíðar voru oft verulegar
seinni hluta árs. Verksmiðjurnar
nutu þá gjarnan hækkandi afurða-
verðs. Eins og sýnt er á mynd 3,
sem er samantekt á fiskmjöls- og
lýsisverði úr fyrri myndum en nær
yfir skemmra tímabil, þá fer verð
gjarnan hækkandi á haustin og
fram að áramótum, en fellur þá
fram á mitt ár. Á allra seinustu
árum hafa þessar fyrirframsölur
minnkað sérstaklega vegna þess
að haustveiðar okkar hafa gengið
illa og einnig vegna þess að inn-
kaupamynstur notenda hefur
breyst í þá veru að þeir kaupa nú
meira eftir notkun á hverjum tíma.
Verðþróun mjöls og lýsis á síð-
ustu loðnuvertíð er sýnd sérstak-
lega á mynd 4. Tröppugangur í
aukningu íslenska loðnukvótans
er sýndur, en horfur og veiði hafa
veruleg áhrif á verð loðnuafurða
frá íslandi, eins og áður er vikið
að. Verð á íslensku loónumjöli og
-lýsi fór hækkandi á seinni hluta
ársins. Féll verö ótrúlega vel sam-
an, þ.e. mjöl í pundum hvert tonn
og lýsið í dollurum hvert tonn. Er
verðþróun þeirra því teiknuð sem
einn ferill á mynd 4. Á heims-
markaði hækkaði fiskmjöl og lýsi
einnig. Fiskmjöl vegna gífuriegra
kaupa Kínverja en lýsið vegna
skorts á vörunni. Er þessi þróun
einnig sýnd á myndinni. Náði
verðið hámarki um áramótin. ís-
lenskar loðnuverksmiður voru
fjarri góðu gamni og gátu lítið selt
á þessum tíma vegna óvissu um
magn loðnu sem veiða mætti eftir
áramótin. Vertíðirnar á undan
höfðu margar verksmiðjur átt í erf-
iðleikum með að uppfylla samn-
inga vegna loðnubrests og fóru