Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1992, Blaðsíða 6

Ægir - 01.12.1992, Blaðsíða 6
Útflutningur á óunnum fiski Ýmsir útreikningar hafa verið gerðir á því hvort útflutningur á óunnum þorski og ýsu á ferskfisk- markaðina í Grimsby og Hull sé hagkvæmur fyrir okkur og hefur sitt sýnst hverjum. Munurinn a útreikn- ingunum hefur fyrst og fremst verið fólginn í því hvernig rýrnun í hafi og yfirvigt á mörkuðum í Bretiandi hefur verið reiknuð. Hvorutveggja eru mælanlegar stærðir. Þeir sem hafa mælt þær og hafa átt beggja kosta völ, þ. e. bæði að flytja út óunnið eða að láta vinna fiskinn hér heima á eigin vegum, hafa flestir komist að þeirri niðurstöðu að þessi útflutningur sé að öðru jöfnu ekki hagkvæmur. Hvað aðrar fisktegundir en þorsk og ýsu varðar gegnir ekki sama máli. Öllum er Ijóst að innlend fiskvinnsla hefur enga möguleika á að keppa við karfaverð á fiskmörkuðunum í Þýskalandi. Sjálfsagt er að nýta þessa markaði á svipaðan hátt og gert hefur verið. Með lækkandi tollum á ferskum karfa- flökum gæti þessi staða þó breyst. Sama á við um fleiri fisktegundir. Á nýliðnu ári nam útflutningur á óunnum þorski og ýsu tii Bretlands um 19.900 tonnum af siægðum fiski. Ef þessi fiskur hefði verið unninn í frystar afurðir hér á landi hefði það skapað vinnu fyrir um 300 manns í 40 klukkustundirá viku alla virka daga ársins. Efgert erráð fyrirað atvinnuleysi hefði minnkað að sama skapi hefði þessi vinna jafnframt sparað um 165 milljón krónur í atvinnuleysisbótum. Hér er eingöngu reiknuð sú vinna sem fram fer í sjálfri vinnslunni. Er þá ótalinn allur annar ávinningur af vinnslu þessa afla hér innanlands og vegna margfeidisáhrifa fiskvinnslu á aðrar atvinnugreinar. Atvinnuleysi og þau persónulegu vandamál og niðurlæging sem því fylgja hafa ekki verið tekin með íþetta dæmi og ekki heldur kostnaður þjóðfélagsins vegna atvinnuleysisbóta. Sem betur fer eru þetta ný vandamál hjá okkur, en þau eru engu að síður staðreynd sem ekki verður lengur litið framhjá. Hvað varðar útflutning á þorski og ýsu til Bretlands er dæmið augljóst. Með því að fiytja þessar teg- undir út óunnar erum við að skaða okkur og ef ekki tekst að fá skilning fyrirþví innan sjávarútvegsins að þennan útflutning beri að stöðva verða stjórnvöid að taka af skarið og stöðva hann með einum eða öðrum hætti. Kvótaskerðing á þessar fisktegundir, þegar þær eru fluttar út óunnar, er nú 20%. Einfaldasta leiðin til að takmarka þennan útflutning enn meira er að auka kvótaskerðinguna. Ef hún yrði hækkuð í 30% væri þessi kostur ekki lengur girnilegur fyrir neinn. I þessu sambandi er rétt að benda á það sem segir í ályktun síðasta Fiskiþings um EES-samningana, og tengist þessu máli, en þar segir m.a.: „Fiskiþing vill einnig undirstrika að ef EES-samningurinn tekur gildi stafar íslenskum sjávarútvegi enn meiri hætta af tug milljarða rikisstyrkjum til sjávarútvegs í samkeppnisiöndum okkar. Til að mæta þessum styrkjum og til að draga úr þeim aðstöðumun sem styrkirnir skapa mega ísiensk stjórnvöld ekki hika við að beita jöfnunargjöldum. Má þar sérstaklega nefna jöfnunargjald á óunnin fisk sem er- lendir aðilar geta keypt á fiskmörkuðum hér á landi til vinnslu erlendis án þess að hægt verði að beita kvótaskerðingum.“ Ágúst H. Elíasson, framkvæmdastjóri Samtaka fiskvinnslustöðva.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.