Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1992, Qupperneq 16

Ægir - 01.12.1992, Qupperneq 16
624 ÆGIR 12/92 Sigurbjörn Svavarsson: Samsetning fiskiskipaflotans og veiðarfæraskipting Hér á eftir er reynt að draga saman yfirlit yfir íslenska fiski- skipaflotann, samsetningu hans og hlutdeild einstakra skipastærða í afla eflir veiðarfærum. Allar þessar upplýsingar eru unnar úr ÚTVEGI, riti Fiskifélags Islands, en settar fram með öðrum hætti en þar er. hað yfirlit sem hér verður sett fram er ekki tæmandi, hvorki um sögulega þróun einstakra skipa- flokka né um hvernig skipting einstakra skipaflokka eða afla skiptist eftir landshlutum, heldur sýnir fremur hvernig samsetning flotans er og hver hlutdeild ein- stakra skipastærða er í einstökum veiðarfærum og sérveióum, enn- fremur er hægt að sjá fjölda skipa, meðalaldur þeirra og stærð auk vélarafls. Það er von ritara að þessi samantekt verði til gagns í þeirri umræðu sem nú fer fram um stærö fiskiskipaflotans og nauðsynlega samsetningu hans til sóknar á hinar ýmsu tegundir við hinar fjölbreytilegu aðstæður sem náttúran setur okkur í sem bestri nýtingu sjávarfangs við Island. Bátar -20 rúmlestir Þessi flokkur er samansettur af opnum vélbátum og bátum 1-20 rúmlesta eins og flokkað er í skýrslum hjá Fiskifélagi íslands. Þessir flokkar eru teknir hér sam- an vegna þess aó meirihluti nýrra báta í flokknum opnir vélbátar eru svipaðir að stærð og dekkbát- ar að 20 rúmlestum. Fjölgun báta í þessum flokki er um 1100 bátar síðan 1984. Sókn þessara báta hefur aukist talsvert milli áranna 1989-1990 eins og tafla 1 sýnir. Fjölgun báta í þessum flokki skýrir að mestu leyti sóknaraukn- ingu í heildarúthaldi, en aó með- altali, hefur hver bátur aukió sókn sína úr 124 dögum í 127 daga á ári eða um 2,4%. I þessum flokki eru einnig Tafla 1 Veiðar báta undir 20 rúmlestum Botnfiskur: 1989 1990 Hlutdeild í sókn veiðarfæra 1990 í heild í úthaldi Línuveiöi 27.225 30.035 40,4% 78,6% Netaveiði 23.754 22.643 25,1% 68,6% Handfæri 19.338 20.592 99,3% 99,9% Dragnót 4.972 4.024 15,5% 49,0% Botnvarpa 26 270 0,0% 0,0% Sérveiðar: Síld 0 2 0,0% 0,0% Humar 35 54 0,7% 0,8% Rækja 2.737 3.324 8,8% 21,6% Hörpuskel 1.443 1.639 13,4% 25,4% Breyting milli ára Afli sérveiöa 4.215 5.019 19,1% Afli botnfisks 75.315 77.564 3,0% Samtals afli 79.530 82.583 3,8% Úthaldsdagar 196.826 226.290 15,0% Fjöldi skipa 1.591 1.783 12,1% Tafla 2 bróun báta undir 20 rúmlestum Lokaðir bátar: 1980 1985 1990 Fjöldi 333 304 494 Meöalstærö (rúmlestir) n 11 10 Meöalaldur 19 19 13 Meöalvélarafl (hestöfl) 72 76 101 Opnir bátar: Fjöldi 150 157 1.245 Meðalstærö (rúmlestir) 7 7 7 Meöalaldur 19 19 7 Meðalvélarafl (hestöfl) 65 68 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.