Ægir - 01.12.1992, Side 17
12/92
ÆGIR
625
nokkur fjöldi báta sem stunda sér-
veiðar, rækju, hörpudisk og hum-
ar, og er um að ræða stærri bát-
ana. Sérveiðar þeirra námu um
10% af rækjuveiðunum (innfjarð-
arrækja) og 14% af hörpudisk-
veiðunum.
Bátar 21-50 rúmlestir
Bátum í þessum flokki hefur
verið að fækka undanfarinn ára-
tug. 1980 var fjöldinn 113, 1985
voru 98 bátar í þessum stærðar-
flokki en 1990 voru þeir 81 að
tölu, eða um nær þriðjungur.
1990 námu sérveiðar þessara
báta um 6% af heildarrækjuaflan-
um og 9% af humaraflanum.
Botnfiskveiðar skiptust þannig eft-
ir veiðarfærum (sjá töflu 3).
Eftirtektarverð er hlutdeild þess-
ara báta í dragnótaveiðum. Þær
gáfu 36% af heildarbotnfiskafla
þeirra 1990.
Þessi afli í dragnót er að mestu
leyti kolategundir og því mikil-
vægur fyrir þessa bátastærð og
þessir bátar því mikilvægir í nýt-
ingu þessara fisktegunda. Eins og
getið var í upphafi hefur bátum
fækkað í þessum stærðarflokki
eins og sést á töflu 4.
Bátar 51-110 rúmlestir
Mikilvægi þessara báta í útgerð
á Islandi sést best á því hve stór
hlutur þeirra er í sérveiðunum,
þ.e. humri, rækju, hörpudisk auk
botnfiskveiðunum.
Þessi bátastærð hefur hentað
vel víða um land vegna fjölhæfni
þeirra við hinar ýmsu veiðar og
veiðarfæri. Nýting á innfjarðar-
rækju, hörpudisks-, humars- og
kolategunda er best með bátum á
þessu stærðarsviði auk botnfisks á
grunnslóð, ennfremur má álykta
að þessir bátar nýttust vel á veiðar
á ýmsum skelfiski sem ekki eru
nýttar í dag en hugsanlega í ná-
'nni framtíð.
Tafla 3 Veiðar báta 21-50 rúmlesta
Hlutdeild í sókn veiðarfæra 1990
Botnfiskur: 1989 1990 í heild í úthaldi
Línuveiði 3.846 4.738 6,4% 4,5%
Netaveiði 9.629 9.657 10,7% 9,9%
Dragnót 9.938' 8.470 32,7% 25,1%
Botnvarpa 800 442 0,0% 0,0%
Sérveiðar:
Síld 0 4 0,0% 0,0%
Humar 692 555 9,2% 12,9%
Rækja 2.350 2.151 6,2% 15,2%
Hörpuskel 419 294 2,4% 2,7%
Breyting milli ára
Afli sérveiöa 3.461 3.004 -13,2%
Afli botnfisks 24.213 23.307 -3,7%
Samtals afli 27.674 26.311 -4,9%
Úthaldsdagar 27.834 26.336 -5,4%
Fjöldi skipa 85 81 -4,7%
Tafla 4
Þróun báta 21-50 rúmlesta
1980 1985 1990
Fjöldi 113 98 81
Meðalstærð (rúmlestir) 34 33 32
Meðalaldur 19 21 22
Meðalvélarafl (hestöfl) 270 288 297
Tafla 5 Veiðar báta 51-110 rúmlesta
Hlutdeild í sókn veiðarfæra 1990
Botnfiskur: 1989 1990 í heild í úthaldi
Línuveiði 11.693 11.097 14,9% 7,4%
Netaveiði 29.056 19.921 22,1% 10,6%
Dragnót 5.216 4.307 16,6% 9,9%
Botnvarpa 11.635 11.547 2,6% 9,7%
Sérveiðar:
Síld 4.002 2.189 2,4% 4,0%
Humar 3.643 3.950 65,3% 77,1%
Rækja 5.069 5.358 15,5% 1 7,5%
Hörpudiskur 5.862 7.851 64,5% 53,8%
Breyting milli ára
Afli sérveióa 18.576 19.348 4,2%
Afli botnfisks 57.600 46.872 -18,6%
Samtals afli 76.176 66.220 -13,1%
Úthaldsdagar 32.447 30.436 -6,2%
Fjöldi skipa 126 118 -6,3%
Tafla 6
Þróun báta 51-110 rúmlesta
1980 1985 1990
Fjöldi 159 133 118
Meðalstæró (rúmlestir) 77 77 76
Meöalaldur 22 25 25
Meðalvélarafl (hestöfl) 436 457 489