Ægir - 01.12.1992, Síða 21
12/92
ÆGIR
629
Tafla 19
Samanburöur afla og sóknar 1989 og 1990
Úthaldsdagar 1989 1990 Afli í tonnum 1989 1990 Breyting í sókn Breyting í afla Afli pr. úthaldsdag 1989 1990
Botnfiskveiðar:
Línuveiði 67.757 96.916 73.074 74.409 43,0% 1,8% 1,1 0,8
Netaveiði 59.665 58.095 108.318 90.130 -2,6% -16,8% 1,8 1,6
Handfæri 88.053 95.618 19.498 20.675 8,6% 6,0% 0,2 0,2
Dragnót 18.114 15.258 29.910 25.941 -15,8% -13,3% 1,7 1,7
Botnvarpa 53.756 54.904 466.446 452.756 2,1% -2,9% 8,7 8,2
Samtals 287.345 320.791 697.246 663.911 11,6% -4,8%
Sérveióar:
Loðnuveiðar 5.401 5.261 669.902 693.757 -2,6% 3,6% 124,0 131,9
Síldveiðar 3.696 2.966 97.267 90.298 -19,8% -7,2% 26,3 30,4
Humarveiðar 5.516 5.150 5.236 6.052 -6,6% 15,6% 0,9 1,2
Rækjuveiðar 25.385 24.196 31.119 34.587 -4,7% 11,1% 1,2 1,4
Hörpudiskveiðar 2.835 3.734 10.775 12.166 31,7% 12,9% 3,8 3,3
Samtals 42.833 41.307 814.299 836.860 -3,6% 2,8%
línuaflann utan kvóta fjóra mán-
uði ársins. I heild sýnir yfirlitið
okkur að sóknin í botnfisk jókst
um 12% en aflinn minnkaði um
5%. Sérveiðar gengu hinsvegar
betur og þá sérstaklega humar- og
rækjuveiði. Ekki var hægt að bera
árið 1991 saman við þessi ár
vegna þess að í ÚTVEGI, riti
Fiskifélagsins fyrir árið 1991, voru
ekki birtar tölur um úthald eins og
undanfarin ár. Þetta er mjög mið-
ur vegna samanburðar og í raun
gerir það ókleyft að meta sókn
íslenskra fiskiskipa nægilega vel
þegar úthaldsmælingar vantar.
Höfundur cr útgerðarstjóri Granda hf. og
formaóur Útvegsmannafélags Reykjavíkur.
LÖG O G REGLUGERÐIR
LÖG
um breyting á lögum nr.
36 27. maí 1992, um
Fiskistofu.
1. gr.
Aftan við 1. málsl. 2. gr. lag-
anna kemur nýr málsliður er orð-
ast svo: Pá skal Fiskistofa hafa
með hendi eftirlit með meðferð
fisks og framleiðslu sjávarafurða.
2. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar
1993.
Reykjavík, 20. nóvember 1992.
LÖG
um stofnun hlutafélags
um Ríkismat
sjávarafurða.
1. gr.
Ríkisstjórnin skal stofna hlutafé-
lag sem tekur við hluta af rekstri
Ríkismats sjávarafurða. Nafnverð
hlutafjár félagsins skal við stofnun
þess vera 25.000.000 kr. - tutt-
ugu og fimm milljónir króna - og
er ríkissjóði heimilt að leggja það
til. I því skyni er ríkisstjórninni
m.a. heimilt að leggja hlutafélag-
inu til eignir Ríkismatsins eða
hluta þeirra. Mat skal fara fram á
því lausafé. Niðurstaða þess mats
skal metin sem hluti greiðslu fyrir
hlutafjárloforð ríkissjóðs.
2. gr.
Tilgangur félagsins er að annast
ráðgjöf og reka skoðunarstofu í
samræmi við reglur um meðferð
sjávarafurða og eftirlit með fram-
leiðslu þeirra, svo og önnur skyld
starfsemi samkvæmt nánari
ákvæðum í samþykktum félags-
ins. í því skyni er félaginu heimilt
að gerast eignaraðili að stofnun-
um eða öðrum félögum, þar á
meðal hlutafélögum.
Heimilt er að breyta tilgangi
félagsins á hluthafafundi.
3-gr.
Ríkissjóður er eigandi allra
hlutabréfa félagsins við stofnun
þess. Sjávarútvegsráðherra fer
með eignarhlut ríkisins í félaginu.
Heimilt er að selja öll hlutabréfin
í félaginu eða hluta þeirra sam-
kvæmt nánari ákvörðun hluthafa.
A fyrsta starfsári nýja félagsins er
heimilt að bjóða þeim mönnum,
sem starfa hjá Ríkismati sjávaraf-
urða við stofnun félagsins, hluta-
bréf til kaups á sérstökum kjörum
og binda þá sölu sérstökum skil-
yrðum.