Ægir - 01.12.1992, Side 26
634
ÆGIR
12/92
Ferð til Tævan
Viðtal við dr. Grím Vaidimarsson
um heimsókn hans til Tævan fyrir skömmu
Forsaga þessarar ferðar er sú að þrjár tævanskar sendinefndir komu hingað til þess að kynna sér sitthvað
um ísienskan sjávarútveg með samstarf í huga. í framhaldi af því var Grími boðið að kynna sér aðstæður í
Tævan. Sú ferð var farin í október sl. Grímur segir Tævani vera merkilega þjóð að því leyti að á síðustu 40
árum hefur hún náð sér upp úr fátækt i það að vera komin í hóp þróaðra þjóða. Vöxtur þjóðartekna er með
því besta í heiminum, 7-8% á íbúa á ári hin síðari ár. Tævan, sem áður hét Formósa, er um þriðjungur af
stærð íslands og er mjög hálend eyja. Hæstu fjöllin eru um og yfir 4.000 metrar.
íbúar eru liðlega 20 milljónir. Náttúruauðlindir eru nær engar. Fólkið hefur þurft að bjarga sér á eigin hug-
viti og iðnaði. Tævanir eru langflestir af kínversku bergi brotnir. Tævan er þróað tækniþjóðfélag enda fram-
leiða íbúarnir rafeindavörur, bíla, fatnað og fleira sem m.a. íslendingar kaupa. Allmargir tala ensku, enda
leggja þeir kapp á að senda fólk í nám til Bandaríkjanna.
Tævanir eru mikil fiskveiðiþjóð. Árleg veiði er um 1.4 milljónir lesta en auk þess rækta þeir 370 þúsund
tonn af fiskmeti, rækju, ál, tilapíu og margt fleira. Þeir hafa mikið fyrir því að ná þessum afla en sjómenn þar
eru um 240 þúsund. Mest veiða þeir á fjarlægum miðum, við Suður-Ameríku, í Kyrrahafi, íshafi og segja má
að floti þeirra sé dreifður um allan heim.
Hver eru vandamál fiskiðnaðar-
ins á Tævan?
„Mikil þörf er á aukinni tækni-
væðingu. Laun á Tævan eru enn-
þá tiltölulega lág, en með vaxandi
hagvexti hefur launakostnaður
hækkað verulega. Landgæði eru
takmörkuð, því hafa Tævanir orð-
ið að leita til annarra landa eins
og Indónesíu og Malasíu þar sem
þeir hafa fjárfest mikið. Mikið af
afla Tævana hefur farið á innan-
landsmarkað, en um þriðjungur
aflans er fluttur út, mest til japans,
en Singapúr og Hong Kong eru
vaxandi markaðir."
Hvernig stendur tævanskur fisk-
iðnaður samanborið við þann ís-
lenska?
„Á Tævan eru neysluvenjur allt
Úr fiskmóttöku i Tævan.
aðrar, fiskur er mikið borinn fram
gufusoðinn heill með haus og
sem minnst unnin. Margt af því
sem við teljum aukáafurðir þykja
þar lostæti, þar á meðal hausar,
fiskmagar o.fl. Árlega hafa íslend-
ingar selt um 4.000 tonn af grá-
lúðu til Tævan er þar er hún seld