Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1992, Síða 34

Ægir - 01.12.1992, Síða 34
642 ÆGIR 12/92 Þórólfur Antonsson, Guðni Guðbergsson og Sigurður Guðjónsson: Athugasemdir við greinina „Um nýliðun þorsks“ í 9. tbl. Ægis 1992 Tilefni þessara skrifa eru þau að það birtist svargrein (Um nýliðun þorsks) frá Gunnari Stefánssyni og Birni Steinarssyni í 9. tölublaði Ægis við grein okkar „Sveiflur í veiði og nýliðun fiskstofna" í hefti Ægis þar á undan (8/92). Ekki er það ætlun okkar að standa í rit- deilum, en svo er að okkur vegið að þessu sinni að svara þurfti. Við bendum lesendum á að hafa báð- ar ofannefndar greinar sér við hlið þegar þessar athugasemdir eru skoðaðar og veita því eftirtekt að grein okkar fjallar um 9 fiskstofna, en ekki þara þorsk. I fyrsta lagi er andi svargreinar Gunnars og Björns hrokafullur og reyna þeir aó sýna fram á að við séum ekki hæfir til að fjalla um fiskifræðileg málefni, sérstaklega ekki hvað viðkemur sjávarfiskum. Einnig að við gefum okkur niður- stöður fyrirfram og tökum aðeins tölur sem okkur henta. Eitthvað er brogað við málstað þeirra sem þessa leið þurfa að fara. Verður ekki meira um það sagt, það dæmir sig sjálft. Augljósar rangfærslur eru í svar- greininni. Út í gegn byggist gagn- rýni þeirra á því að við „notum vanhæfan mælikvarða á nýliðun". Hvernig var hægt að lesa það út úr grein okkar að við séum að tala um nýliðun þegar við erum að fjalla um sameiginlegar sveifl- ur í fiskistofnum út frá veiðigögn- um. I aðferðakafla, niðurstöðum og myndatexta er það skýrt tekið fram að um veiðitölur sé að ræða. bar með er sýnt að mest af gagn- rýni þeirra er marklaus. Síðan, þegar við fjöllum um nýliðun í síðari hluta greinar okkar, eru ný- liðunartölurnar teknar beint upp úr fjölriti Hafrannsóknastofnunar nr. 25. Við höfðum trú á því að þær væru réttar og það er jafn- framt eini hluti greinar okkar sem fjallar um nýliðun. (í raun er skil- greining þeirra Gunnars og Björns á nýliðun sértæk þegar talað er um 3 ára nýliða, í stað almennu skilgreiningarinnar sem eru nýlið- ar á fyrsta ári.) I undirkaflanum „Ranghug- myndir" í svargreininni segir: „I fyrsta lagi gefa þeir félagar sér sem forsendu að stærð hrygning- arstofnsins skipti ekki máli." Við gefum okkur það hvergi sem gefna forsendu heldur er ályktað út frá nióurstöðum í greininni að þær bendi til að hrygningarstofn skipti ekki höfuðmáli. Svo segir í grein þeirra: „Jafnvel þótt þeir félagar hefðu beitt rétt- um reikniaðferðum, þ.e. notað betri mælikvarða á nýliðun, og jafnvel þótt þeir hefðu ekki fundið neitt samband við hrygningar- stofninn (þeir reyndu það ekki) þá er ekki hægt að draga þær álykt- anir sem þeir draga í grein sinn." Hér er enn kornin þessi kórvilla um nýliðun. Ennfremur stendur það að við höfum ekki notað mælingar nema til 1986 okkur til þæginda. Raun- ar notum við nýliðunartölur til og með 1987, laxveiðitölur til 1991 og þorskveiðitölur til 1989 sem glöggt má lesa. Nýliðunartölurnar ná ekki lengra af þeirri einföldu ástæðu að í fjölriti Hafrannsókna- stofnunar nr. 25 eru nýliðunartöl- ur áætlaðar eftir það. Mat á nýlið- un þorsks eru allar fengnar úr fjöl- ritinu og eru því alls ekki okkar, eins og að er látið liggja. Miðhluti svargreinar þeirra Gunnars og Björns er það sem flokkast gæti undir efnislega gagnrýni. hað er hverjum manni hollt að fá slíka gagnrýni og þökk- um við fyrir þann hluta. Ekki er þar með sagt að við séum sam- mála allri þeirri umfjöllun. Með myndum 1-9 er verið aó sýna fram á að gott samhengi sé í mati á árgöngum, allt frá seióa- mælingu (0+) upp í 4 ára þorsk. Að vísu vantar lýsingu á aðferð- um við þessa greiningu, en þó má lesa að vísitölurnar eru mældar í „togararallinu" og fyrir síðustu árin hafa vísitölurnar verið notað- ar til að meta nýliðunina, en ar- gangar fyrir 1987 eru metnir með bakreikningum. Ekki vitum við betur en að togararallið hafi byrj- að 1985 og bakreikningar ná að- eins til 1987. Því eigum við erfitt með að skilja hvernig eru til visi- tölur fram til 1985. Einnig er bent á að vísitölurnar séu notaðar til að meta nýliðun eftir 1987 og á

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.