Ægir - 01.12.1992, Síða 50
658
ÆGIR
12/92
og brú á reisn fremst á henni. Skipið er búið til línu-
veiða (með netaveiðimöguleika) og með búnað til
heilfrystingar og saltfiskverkunar.
Mesta lengd.......................... 43.21 m
Lengd milli lóðlína (HVL)............ 39.00 m
Lengd milli lóðlína (perukverk)... 37.50 m
Breidd (mótuð)........................ 9.00 m
Dýpt að efra þilfari.................. 6.80 m
Dýpt að neðra þilfari................. 4.30 m
Eigin þyngd............................ 558 t
Særými (djúprista 4.30 m).............. 960 t
Burðargeta (djúprista 4.30 m)..... 402 t
Lestarými ............................. 405 m3
Beitufrystir............................ 58 m3
Brennsluolíugeymar (m/daggeymi) 106.2 m3
Ferskvatnsgeymar...................... 34.6 m3
Andveltigeymir (sjókjölfesta)..... 32.0 m3
Tonnatala.............................. 688 BT
Rúmlestatala........................... 411 Brl
Ganghraði (Reynslusigling)........ 12.2 hn
Skipaskrárnúmer....................... 2159
Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum
vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rými, talið
framan frá: Stafnhylki fyrir ferskvatn; tvískipta lest
með hliðarskrúfurými fremst og botngeymum fyrir
brennsluolíu; vélarúm með síðugeymum fyrir
brennsluolíu; beitufrysti; og aftast skutgeyma fyrir
ferskvatn.
Fremst á neðra þilfari er stafnhylki, þá tveir frysti-
klefar, en þar fyrir aftan vinnuþilfar með línudráttar-
klefa fremst s.b.-megin. Aftast á neðra þilfari er línu-
gangur s.b.-megin og íbúðarými til hliðar við hann
og lagningarrými aftast.
Fremst á efra þilfari er lokað hvalbaksrými. Fremst
í því er geymsla, keðjukassar og rými fyrir vökva-
dælukerfi, og frystivélarými aftantil. Aftantil á efra
þilfari er íbúðarými með andveltigeymi frá Ulstein
fremst.
Brú skipsins (úr áli) hvílir á reisn fremst á bátaþil-
fari, þ.e. stýrishús, skipstjóraklefi og skorsteinshús.
Ratsjár- og Ijósamastur er á skorsteinshúsi og í aftur-
kanti hvalbaks er mastur fyrir siglingaljós.
Vélabúnaður:
Aðalvél skipsins er frá Caterpillar, tólf strokka fjór-
gengisvél með forþjöppum og eftirkælingu, og teng-
ist niðurfærslu- og skiptiskrúfubúnaði, með inn-
byggðri kúplingu, frá Volda Mek. Verksted A/S.
Tæknilegar upplýsingar
(aðalvél með skrúfubúnaði):
Gerðvélar........... 3512 DITA
Afköst.............. 735 KW við 1200 sn/mín
Gerð niðurfærslugírs.. CG 450
Niðurgírun.......... 5.25:1
Efni í skrúfu....... NiAl-brons
Blaðafjöldi......... 4
Þvermál............. 2500 mm
Snúningshraði....... 229 sn/mín
Óskum eigendum og áhöfn Tjalds SH II til hamingju
með skipið sem er búið ALFA LAVAL skilvindu
og sjóeimara
SINDRI
BORGARTÚNI 31 • PÓSTHÓLF 880 • 121 REYKJAVÍK • SÍMI 72 72 22