Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1992, Qupperneq 52

Ægir - 01.12.1992, Qupperneq 52
660 ÆGIR 12/92 in síðulúga fyrir línudrátt með rennihlera. Sérstakur línudráttarklefi er s.b.-megin fremst á vinnuþilfari. Á skut er ein vökvknúin lúga s.b.-megin fyrir línulagn- ingu og tvær vökvaknúnar (samliggjandi) lúgur fyrir netalagningu. I skipinu er búnaður til saltfiskverkunar og heil- frystingar og eru kör o.þ.h. að mestu frá Vélsmiðju Árna Jóns, sem annaðist niðursetningu. I línudráttar- klefa er lyftikar og þvottakar, sem aflinn fer fyrst í eft- ir að slitið er af við rúllu. Frá línudráttarklefa fer afl- inn um lúgu á afturþili dráttarklefa í lyftikar, þaðan sem mötun á sér stað í hausunarvél frá Oddgeiri, eða tekið í safnkar fyrir handaðgerð. Frá hausunarvél fer hausaður fiskur í safnkar og frá því að aðgerðar- aðstöðu (slæging, flatning). Afli sem fer í saltfiskverk- un er settur í tvö þvottakör og þaðan flyst hann með rennu að boxaloki og niður í aftari lest. Afli f heil- frystingu fer í þvottaker og frá því með færibandi, þaðan sem mötun í frystitæki á sér stað. Úr frysti- tækjum (klefum) fer aflinn um lyftu, b.b.-megin fremst á vinnuþilfari, niður í fremri lest. Frystitækjabúnaður er frá Kværner og samanstendur af tveimur plötufrystum og tveimur blástursfrystiklefum. Annar plötufrystirinn er lóðréttur (24 stöðva) af gerð KKV4A-24-100-2, afköst 6.5 tonn á sólarhring, og hinn láréttur (11 stöðva) af gerð KBI412E95/35-2C, afköst 9 tonn á sólarhring mióað við flök. Blástursfrystiklefar eru 20 m! hvor, afköst 5 tonn á sólarhring hvor. Fyrir línuveiðar er línuvélasamstæða frá Mustad fyrir EZ-króka meö tilheyrandi uppstokkunarvél af gerð SPC10 fremst í gangi, og beitingarvél af gerð EMS-0 aftast í gangi. Línustokkar eru fyrir 42000 króka. Beituskurðarvél (til að kljúfa beitu) er frá Stranda Motorverksted. Undir neðra þilfari, aftan vélarúms, er einangruð og klædd beitugeymsla, um 58 m3 að stærð, búin frystingu og með lyftu í lúgustokk sem nær upp að bátaþi Ifari. Útveggir og loft vinnuþilfars og línugangs eru ein- angruð með steinull og klætt innaná með viði og ryðfríu stáli að hluta. Fiskilestar (frystilestar): Lestarými undir neðra þilfari er skipt f tvær lestar, þ.e. fremri lest (155 m3) og aftari lest (250 m3) með rennihurð á milli. Báðar lestar eru gerðar fyrir geymslu á frystum afurðum (-30°C) og eru einangr- aðar með 250 mm polyurethan og klæddar með vatnsþéttum krossviði, nema neðsti hluti í síðum er Ur vélarúmi, en myndin er tekin í Tjaldi SH 270. Ljósmynd: Tæknideild / ER.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.