Ægir - 01.12.1992, Blaðsíða 53
12/92
ÆGIR
661
klæddur meó stáli, svo og botn. Lestar eru kældar
með kælileiðslum í lofti lesta. Lestum er skipt í hólf
með plankauppstillingu.
Eitt lestarop (3000 x 2000 mm) er fremst á aftari
lest með álhlera á karmi. Á neðra þilfari eru jafn-
framt minni lúgur, nióurgangslúgur fyrir hvora lest
og boxalok. Þá er lyfta frá Fodema, 1.0 tonn, b.b.-
megin á fremri lest.
Á efra þilfari er ein losunarlúga (3500 x 2200 mm)
sem veitir aðgang að lestarlúgu á neðra þilfari, með
álhlera á karmi.
Fyrir affermingu er losunarkrani.
Vindubúnaður, losunarbúnaður:
Vindubúnaður er vökvaknúinn (háþrýstikerfi) frá
Rapp Hydema A/S og er um að ræða línuvindu,
kapstan og akkerisvindu, auk bólfæravindu frá Sjó-
vélum. Jafnframt er skipið búið tveimur vökvaknún-
um krönum.
Línuvinda er fremst s.b.-megin á vinnuþilfari,
gegnt dráttarlúgu. Vindan er af gerðinni LS
605/HMB 5, 3ja tonna.
Aftantil s.b.-megin á bátaþilfari er bólfæravinda.
Aftast á hvalbaksþilfari er losunarkrani frá Triplex
af gerð K18 með fastri bómu, lyftigeta 2 tonn við 9
m arm, búinn vindu.
Aftast á bátaþilfari er losunarkrani (samandreginn)
frá HMF af gerð M111 K2, lyftigeta 1.25 tonn við 8
m arm, búinn vindu.
Kapstan af gerð HC1, togátak 1 tonn, er aftast á
efra þilfari, aftan við íbúðarými.
Framantil á hvalbaksþilfari er akkerisvinda af gerð
AW 580/HMB 5 búin tveimur keðjuskífum og koppi
og knúin af einum Bauer HMB 5 vökvaþrýstimótor.
Rafeindatæki, tæki í brú o.fl.:
Ratsjá: Furuno FR-2030 S, 96 sml (10 cm S) ratsjá
með dagsbirtuskjá.
Ratsjá: Furuno FR-8050 D, 48 sml (3 cm X) ratsjá
með dagsbirtuskjá.
Seguláttaviti: J.C. Krohn & Sön, spegiláttaviti í
þaki.
Gyroáttaviti: Robertson RGC-10.
Sjálfstýring: Robertson AP45.
Miðunarstöð: Koden KS 511 MK II.
Loran: Tveir Koden LR 771.
Gervitunglamóttakari: Koden KGP 930 (GPS).
Leiðariti: Macsea (stjórntölva).
Dýptarmælir: Furuno FE 881 MK II, pappírsmælir.
Dýptarmæiir: Furuno FCV 782, litamælir.
Taistöð: Sailor RE 2100, mið- og stuttbylgjustöð.
Örbylgjustöð: Sailor RT 2047, duplex.
Örbylgjustöð: Sailor RT 2048, simplex.
Sjávarhitamælir: Furuno TI20
Sjávarhitamælir: Robertson S/D.
Vindmælir: Robertson, Dataline
Auk framangreindra tækja má nefna Vingtor kall-
kerfi (VRC-5M og VRC-20M), Sailor R 501 vörð.
Sailor R 2022 móttakara, Sailor CRY 2022 dul-
málstæki, Sailor Standard C gervitunglatelex með
tengingu við Macsea og telefax. Fyrir milliþilfarsrými
(línudráttarklefa og línugang) er sjónvarpstækjabún-
aður með þrernur tökuvélum og skjá í brú, en auk
þess er skjár fremst í línugangi, tengdur tökuvél í
línudráttarklefa. Línudráttarlúga er með stjórnun frá
brú, svo og línuvinda.
Af öryggis- og björgunarbúnaði má nefna einn
björgunarbát með 35 ha utanborðsvél, fjóra 12
manna DSB gúmmíbjörgunarbáta, flotgalla og
reykköfunartæki.
Tjaldur SH og Tjaldur IISH:
Helstu frávik milli skipanna eru þau að Tjaldur II
er heldur þyngri (eigin þyngd); hliðarskrúfurými
stærra á kostnað fremri lestar; frystivélarými (og
verkstæði) stærra; smávægilegar breytingar á
snyrtiaðstöðu; lóðréttur og láréttur plötufrystir í stað
tveggja lóðréttra; og frávik í örfáum brúartækjum.
* Beitningavélasamstæður
* Línuspil fyrir stærri skip
* Segulnaglalína
* Verksmiðjuuppgerðar
samstæður
Atlas hf
Borgartúni 24 - Sími 621155
Pósthólf 8460 - 128 Reykjavík