Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1993, Page 28

Ægir - 01.02.1993, Page 28
Flutningur á aflakvóta milli landssvæða- og útgerðarstaða árið 1992 A yfirliti hér á efiir er sýndur flutningur aflakvóta milli einstakra útgerðarstaða ogþeir dregnir saman í landshlutaskiptingu. Athuga ber aðflutningur innan hvers landsvceðis er einnig reiknaður með. Hér er um leigukvóta að ræða, en ekki varanleg kvótaskipti sem gœtu breytt niðurstöðunni. Suðurland Alls varð nettóflutningur aflakvóta botnhsks inn á Suðurlandssvæðið á árinu 1992 sem nam 2.380 þorsk- ígildistonnum. Mest fluttist á svæðið af karfa eða 3.518 tonn. Er það skiljanlegt vegna nálægðar við karfa- mið. Hinsvegar fluttust um 1.115 tonn af ufsa frá Suðurlandi. Um 2.347 tonn af úthafsrækju fluttust af svæðinu. Til Suðurlands teljast Vestmannaeyjar til og með Þorláks- höfn. Reykjanes Mikil aukning botnfiskkvóta átti sér stað á svæðinu en alls fluttust tæp 9.332 þorskígildistonn á Reykjanes umfram það magn sem fluttist frá því. Langmest fór af þorski á svæðið eða um 5.680 tonn umfram flutning frá svæðinu. Einnig varð umtals- verður flutningur af grálúðu á svæðið eða um 1.817 tonn. Alls nam til- flutningur úthafsrækjukvóta um 1.185 tonnum, sern skýrist væntan- lega af nýtingu loðnuflotans á út- hafsrækju fyrir norðan. Til Reykja- ness telst Grindavík til og með Reykjavík. Vesturland Ysa, ufsi, karfi og grálúða fóru af svæðinu en um 869 tonn af þorski fóru á svæðið umfram flutning frá því. Svipað magn botnfiskkvóta fór á svæðið sem og frá því, en urn 100 tonn nettó fóru af svæðinu. Hinsveg- ar varð talsverð aukning á úthafs- rækjukvóta umfram flutning kvóta af svæðinu. Til Vesturlands telst Akra- nes til og með Reykhólar. Vestfirðir Athygli vekur kvótamissir Vest- firðinga, en alls fóru um 684 þorsk- ígildistonn af svæðinu. Af þorski fóru á svæðið um 454 tonn umfram flutn- ing frá því, en um 413 tonn af ýsu- kvóta fóru af svæðinu, 241 tonn af ufsakvóta og 523 tonn af karfa. Um 604 tonn af grálúðu fóru af svæðinu, en um 175 tonn af skarkola fór á svæðið. Til Vestfjarða teljast Brjáns- lækur til og með Hólmavík. Norðurland vestra Talsverður flutningur af botnfisk- kvóta var af svæðinu. Þannig fóru 5.170 þorskígildistonn af svæðinu. Mest fór af karfa um 2.676 tonn og 2.271 tonn af grálúðu. Um 406 tonn af úthafsrækju fóru á svæðið umfranr flutning frá svæðinu. Til Norður- lands vestra telst Hvammstangi til og með Siglufjörður. Norðurland eystra Um 3.024 þorskígildistonn fóru af svæðinu umfram flutning á svæð- ið. Mest fór af þorski um 3.240 tonn, hinsvegar voru um 1.826 tonn af ufsa keypt á svæðið umfram flutn- ing frá því. Talsvert af úthafsrækju- kvóta fóru á svæðið eða um 1.381 tonn. Til Norðurlands eystra telst Olafsfjörður til og með Þórshöfn. Austurland Alls fóru unt 2.662 þorsk- ígildistonn af svæðinu umfram flutn- ing á svæðið. Mest fór af þorski um 3.685 tonn, hinsvegar fluttist nokk- uð af ýsukvóta eða um 559 tonn a svæðið. Um 2.092 tonn af úthafs' rækjukvóta fóru af svæðinu. Aukning varð í karfakvóta svæðisins eða um 281 tonn og grálúðukvóta um 615 tonn, sömuleiðis jókst skarkolakvoti. 82 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.