Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1993, Qupperneq 40

Ægir - 01.02.1993, Qupperneq 40
úrulegra dauðsfalla. Ef merkingatil- raunir uppfylla viss skilyrði er hægt að nota þær til að reikna bæði nátt- úrulega dánartíðni og veiðidánar- tíðni. Til að það sé hægt er þó æski- legt að merkingartilraunirnar hafi gengið í nokkur ár. Við getum þó til að byrja með notað endurheimtur sem hlutfall af merktum fiski til að áætla veiðidánartíðni, en með fyrir- vara um ýmsa þætti sem valda óná- kvæmni. Til dæmis er erfitt á hverj- um tíma að áætla með nákvæmni hversu margir þorskar eru eftir í sjón- um úr hverri merkingu og hversu háu hlutfalli af endurheimtum merkjum er skilað til okkar. Veiði- dánartíðni sem áætluð er á þennan hátt er því algjört Iágmark og hún gæti verið ntun hærri. lafla 2 sýnir endurheimtur í pró- sentum fyrir ýmis tímabil. Fyrsta tímabilið nær yfir eitt ár, frá og með maí 1991 til og með apríl 1992. Næst er 9 mánaða tímabil frá júní 1991 til febrúar 1992 með báðum mánuðunum meðtöldum. Þar næst apríl 1992 einn sér og Ioks 7 rnánaða tímabil, frá maí 1992 til nóvember 1992, en á því tímabili eru endur- heimtur frá merkingum 1992 farnar að skila sér. Ef Iitið er á töflur 1 og 2 þá er mjög áberandi hversu mismikið veiðist af merkta þorskinum eftir árs- tíðum og sker aprílmánuður sig úr bæði í Gunnólfsvík og Stöðvarfirði. Töluverður munur er á hlutfalli end- urheimta í Gunnólfsvík og Stöðvar- firði í apríl 1992 eða 10% á móti 14%. Þessar tölur benda til þess að hærri dánartíðni sé vegna veiða á þeim þorski sem merktur var í Stöðv- arfirði vegna þess að ólíklegt er að menn skili síður merkjum sem sett hafa verið í þorsk á öðrum staðnum frekar en hinum. Sé litið á tímabilið frá júni til febr- úar þá er hlutfallslegur fjöldi endur- heimta sá sami hvort sem unt er að ræða þorsk úr Stöðvarfirði eða Gunn- ólfsvík og er veiðidánartíðni á þessum fiski á þessu tímabili mjög lág, eða sem samsvarar 10 til 20% ntiðað við ársveiði. Sé litið á tímabilin mars til maí breytist endurheimtuhlutfall af merktum þorski innan þess tímabils þannig að í Stöðvarfirði 16-faldast endurheimtur miðað við meðaltal endurheimta mánuðina á undan og í Gunnólfsvík 10-faldast endurheimt- urnar miðað við sömu tölu. Tryggð við hrygningarsvœði Eins og fram hefur komið er eitt af aðalmarkmiðum þessara merk- ingadlrauna að kanna hvort þorskur sem hrygnir á ákveðnu svæði snúi aftur til sama svæðis til hrygningar árið eftir. Eins og töflur 1 og 2 sýna jukust endurheimtur úr merkingunum í Stöðvarfirði ’91 og Gunnólfsvík ’91 mjög á hrygningartíma ári seinna, þegar þorskurinn kom ’inn á hrygn- ingarsvæðin. Þannig komu fram í mars - apríl 1992, 98 merki úr merkingunni Stöðvarfjörður ’91. Af þeim fengust 52 merki inni á Stöðv- arfirðinum sjálfum. I apríl 1992 komu frani 44 merki úr Gunnólfsvík ’91 en af þeim fengust 30 endur- heimtur í Gunnólfsvíkinni sjálfrt- Þetta kernur einnig fram á myndum 1 og 2 en þær sýna fjölda merktra fiska sem endurheimtust í mismun- andi fjarlægð frá merkingarstað yfir árið. Svo virðist sem fiskurinn sé að nálgast hrygningarsvæðin í mars og sé aðallega á hrygningarsvæðununt ' apríl. Sá þorskur sem endurheimtist utan hrygningarsvæðanna í apríl gi’" annaðhvort verið að nálgast þau eða fara frá þeinr en um slíkt er óntögU' legt að fullyrða. Mikill meirihluti merkja á hrygU' ingartíma fæst á hrygningarsvæðinu þar sem merking fór frant. Hér verð' ur að benda á að nokkuð er unr end- urheimtur í næstu fjörðum við merk' ingastaðina þótt það sé aðeins lítið brot af því sem fengist hefur á rnerk' ingarstað á sama tíma. Hugsanlegt er að þorskurinn sé að Ieita að ákveðnu hrygningarsvæði og að sumir h'rrl ekki á rétta staðinn í fyrstu atrennu- Hitt er líka möguleg skýring nð þorskurinn einskorði sig ekki við eUr hrygningarsvæði, heldur fari torfiu''1' ar að einhverju marki milli nálægra hrygningarsvæða og hrygni ef til v>^ á fleiri en einum stað, sem eru í hæfi' legri fjarlægð. Tafla 2 Endurheimtur í prósentum fyrir ýmis tímabil Stöðvar- fjörður ’91 Stöðvar- fjörður ’92 Gunnólfsvík ‘91 Gunnólfsvík ‘92 Maí ’91 - apríl ’92 26% - 18% - Júní ’91 - febrúar ’92 7% - 8% - Apríl ’92 14% - 10% - Maí ’92 - nóvember ’92 8% 8% 7% 10% 94 ÆGIR 2. TBL. 1993

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.