Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1958, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1958, Side 41
að ekki megi eitthvað að því finna. Og sjálfsagt má gera nokkrar einstakar athugasemdir við þessi rit prófessors Herlitz. Ég mun þó ekki fara langt út í þá sálma, enda hygg ég, að þar verði oftast um smámuni að ræða. Mun ég aðeins benda á fáein atriði, sem varða íslenzkan rétt. Almennt má segja, að fullmikið kveði að því, að álykt- að sé að þvi, er Island snertir, frá hliðstæðum réttarat- riðum í dönskum rétti. Óneitanlega bera ritin þess nokk- ur merki, að prófessor Herlitz hefur ekki getað notfært sér það, sem um þessi efni hefur verið ritað á íslenzku. Hefðu greinargerðir um Alþingi óefað orðið rækilegri, ef hann liefði getað kynnt sér íslenzk rit. Að þvi er einstök atriði varðar, þykir mér rétt að benda á eftirtalda staði í öðru bindi, sem tilefni gætu gefið til misskilnings: Á bls. 5 í nótu 9 virðist gert ráð fyrir, að kosninga- frestunin hér 1941 hafi verið ákveðin með lögum, og er í því sambandi vitnað í grein eftir mig í tJlfljóti 1953. Er þarna um misskilning að ræða, hvernig svo sem á honum stendur, því að i Olfljótsgrein minni kemur greini- lega fram, að kosningafrestunin byggðist á þingsálykt- un, en eigi lagasetningu. Á miðri bls. 12 eru ummæli um starfsemi Sameinaðs Alþingis, sem gætu bent til þess, að störf þess séu minni en í reyndinni. Af ummælum á miðri bls. 30 mætti draga þá ályktun, að fjárveitinganefnd væri eina nefndin, sem kjörin er í sameinuðu þingi. Slíkar einstakar smá misfellur hagga eigi við því, sem áður er sagt um gildi ritsins. Það er höfundinum til mikils sóma. ölafur Jóhannesson. Tímarit lögfrœöinga 39

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.