Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1958, Síða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1958, Síða 46
N or ðurlandaf r é t tir FRÁ DANMÖRKU. A. Drachmann Bentson forseti hæstaréttar varð 70 ára hinn 29. des. 1957 og lét þá af embætti sinu, en hann var dómari i liæstarétti, siðan 1940. Drachmann Bentson var áhugamaður um samvinnu norrænna lögfræðinga og einn af oddamönnum Dana á norrænu lagamannaþingunum. Margir íslenzlcir lögfræð- ingar munu, auk góðra persónulegra kynna, einkum minn- ast hans í sambandi við hina greinagóðu skýringaútgáfu hans og K. Christensen á „Lov om forsikringsaftaler“. Við forsetaembætti Drachmann Bentsons tók Otto L. Kaarsberg. Hann er 63 ára gamall, hefur verið dómari í Bæjarrétti Kaupmannahafnar og Eystri Landsrétti, en hæstaréttardómari síðan 1947. Hann hefur og verið próf- dómari við Lagadeild háskólans. Prófessor, dr. jur. Poul Andersen varð 70 ára 12. júní s.l. og lét af kennslu við Kaupmannahafnarháskóla í byrj- un Iiaustmisseris. Hann varð docent 1924 og prófessor 1928. Kennslugreinar hans voru stjórnlagafræði og stjórnar- farsréttur. í báðum þessum greinum hefur liann skrifað merkar hælcur, sem hafa fengið mikið lof bæði fræði- manna og annarra starfandi lögfræðinga. Stjórnarfars- réttur hans var um árabil notaður við kennslu hér i laga- deildinni, eins og kunnugt er. 44 Tímarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.