Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Blaðsíða 13
hafa heimild til. Samkv. dönskum dómapraxís ber vinnuveitanda í
slíkum tilfellum að greiða ákveðna þóknun, sem þó er allmiklu lægri
en starfsmaðurinn annars hefði fengið.
Orlofsréttur.
Um orlofsrétt starfsmanna fer skv. lögum nr. 87/1971 um orlof.
Skv. 2. gr. laganna er hér um ófrávíkj anleg lágmarksréttindi að ræða,
en heimilt er að semja um betri rétt en lögin ákveða.
Orlofslögin eiga að tryggja, að sérhver launþegi taki orlof. Er það
m. a. ljóst af 11. gr. þar sem segir, að orlofsfé skuli greitt á þann
hátt, að tryggt sé, að launþegi fái það í hendur, þegar hann tekur
orlof, og skv. 12. gr. er starfsmanni óheimilt að vinna fyrir launum
í starfsgrein sinni eða skyldum starfsgreinum, meðan hann er í orlofi.
Skv. 13. gr. er framsal orlofsfjár óheimilt, og skv. 15. gr. orlofslaga
varðar það vinnuveitanda sektum, eða varðhaldi, ef um ítrekað brot
er að ræða, ef hann lætur ekki starfsmann sinn fá orlof eða orlofsfé
skv. lögunum.
Það fer því ekki milli mála, að með lögum þessum er ætlunin að
tryggja það, að orlofið sé raunverulega tekið, en á því hefur um
árabil verið allverulegur misbrestur.
Rétt er að vekja sérstaka athygli á 7. grein orlofslaga, sbr. 1. gr.
reglugerðar um orlof nr. 150/1972. Skv. því fara orlofsgreiðslur fi-am
með tvennum hætti. Annars vegar fá starfsmenn orlofslaun, þeir fá
greidd venjuleg laun meðan þeir eru í orlofi. Aðrir launþegar, sem
ekki eru fastir starfsmenn, fá hins vegar greitt orlofsfé, sem nemur
a. m. k. 8V3 % af launum. Fastir starfsmenn halda þannig föstum
launum í orlofi, en aðrir fá 8^3% af öllum launum, þar með talið
vaktaálag og yfirvinna. Hér er um óskiljanlegt misræmi að ræða milli
fastra starfsmanna og hinna, sem ekki taka föst mánaðarlaun. Getur
þessi mismunur á orlofsgreiðslum numið verulegum fjárhæðum sök-
um þess, hve tiltölulega stór hluti launa fæst með yfirvinnu.
Þess má þó geta, að í flestum kjarasamningum einstakra verka-
lýðsfélaga mun vera samið um að greiða skuli orlofsfé af allri yfir-
vinnu.
Lífeyrissjóðsframlag.
Loks skal getið þess réttar starfsmanna, að launagreiðandi greiði
framlag til lífeyrissjóðs, ef um aðild starfsmannsins að lífeyrissjóði
er að ræða. Réttur starfsmanna til aðildar að lífeyrissjóði byggist á
þeim réttarheimildum, sem gilda um viðkomandi sjóð, ýmist lögum
139