Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Blaðsíða 21
Atvinnuleysistryggingas j óður Félagsdómur Kaupskrárnefnd Kauplagsnefnd Kj ararannsóknarnefnd Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissj óður verslunarmanna Allir lífeyrissjóðir, sem stofnaðir voru skv. samningum 19. maí 1969 Ráðgjafarnefnd við rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins Ráðningarstofa Reykj avíkurborgar Rannsóknarnefnd iðnaðarins Iðnþróunarráð Yfirvinnumiðlunarnefnd Verðlagsnefnd. Helstu tengsl Vinnuveitendasambandsins við erlendar stofnanir eru þessi: Vinnuveitendasambandið er aðali að fastanefnd Vinnuveitenda- samtaka Norðurlanda, en sú nefnd kemur saman til fundar einu sinni á ári. Þar eru lagðar fram skýrslur um það, sem gerst hefur í þeim málum, er samtökin láta sig mestu varða, og rædd þau viðfangsefni, sem efst eru á baugi og framundan eru. Þessir fundir eru haldnir til skiptis á Norðurlöndunum, nú síðast hér í Reykjavík. Vinnuveitenda- sambandið er einnig aðili að stofnun, sem heitir Business and Industry Advisory Committee to OECD (BIAC). Eins og kunnugt er, er Island aðili að ILO, International Labour Organization. Sú stofnun er byggð upp af þremur aðilum, þ. e. samtökum vinnuveitepda, samtökum verka- lýðs og ríkisstjórnum. Islenska ríkisstjórnin sendir tiltölulega sjaldan nefndir á hin árlegu þing þessara stofnana. Þegar það er gert, á Vinnu- veitendasamband Islands aðild að þeim. 147

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.