Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Blaðsíða 10
ekki rétt til veikindaleyfis frá starfi, að börn þeirra veikist. Það er hins vegar spurning, hvort öll sanngirni mæli ekki með því, að leyfi sé veitt í slíkum tilfellum. Einnig greiðir það götu þeirra inn á vinnu- markaðinn, sem búa við félagslega erfiðar aðstæður að þessu leyti. Sú skylda hvílir á starfsmanni, sem er frá vinnu sakir veikinda, að tilkynna vinnuveitandanum um veikindin svo fljótt sem verða má. Sönnunarbyrðin varðandi veikindi hvílir á starfsmanninum. Sam- kvæmt 5. grein laga nr. 16/1958 skal launþegi sanna veikindi sín með læknisvottorði, ef vinnuveitandi krefst þess. Um ríkisstarfsmenn gildir hins vegar reglugerð um orlof og veikindaforföll starfsmanna ríkisins nr. 87/1954. Þar er að finna sömu meginreglu, en skv. 5. gr. er það yfirboðari starfsmannsins, sem ákveður, hvort læknisvottorðs skuli krafist. Vottorð skal vera frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar, ef þess er óskað. Samkv. 3 .mgr. er starfsmanni hins vegar skylt að sanna veikindi sín með læknisvottorði, ef starfsmaður kemur ekki til starfa sökum veikinda meira en 10 veikindadaga samfleytt. Spurning getur verið um það, hvort vinnuveitandanum sé skylt að bæta hvers konar veikindi. Skv. 5. grein dönsku starfsmannalaganna (funktionærloven) er vinnuveitandanum ekki skylt að greiða laun í veikindum, sem starfsmaðurinn sjálfur hefur valdið með ásetningi eða stórkostlegu gáleysi (sjá Dansk Funktionærret eftir H. G. Carlsen, bls. 99—101). 1 íslenskum lögum er ekki að finna ákvæði um þetta atriði, en vafalaust er, að vinnuveitanda er ekki skylt að greiða laun í veikindum, sem starfsmaður veldur með ásetningi. Ef ætti að und- anskilja veikindi, sem stafa af gáleysi starfsmannsins, hefði hins veg- ar þurft um það skýr ákvæði í lögum. Þannig mun vinnuveitanda skylt að bæta veikindi af völdum umferðarslyss, sem starfsmaðurinn hefur valdið með gáleysislegum akstri, eða vegna slysa, sem rætur eiga að rekja til hættulegra tómstundaiðkana. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 16/1958 skulu starfsmenn þeir, sem lögin ná til, eigi missa neins af launum sínum fyrstu 14 daga eftir að þeir forfallast frá vinnu sökum sjúkdóma eða slysa. Starfsmenn eiga ekki aðeins rétt á föstum launum í veikindum, heldur einnig þeirri yfir- vinnu, sem þeim hefði borið, ef ekki hefði til veikindanna komið, sbr. Hrd. 39. bindi bls. 67. Þar voru málavextir þeir, að stefnandi, sem vann við akstur bifreiðar, veiktist, og var annar maður fenginn til að aka bifreiðinni í forföllum hans. Stefnandi reisti kröfur sínar á 4. gr. framangreindra laga og taldi, að stefnda bæri að greiða sér laun fyrir þær vinnustundir, sem unnar voru, meðan hann var veikur, þ. á m. fyrir eftirvinnu- og næturvinnustundir, sem voru unnar á þeim tíma. 136

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.