Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Blaðsíða 30
Lögii'æMiigafélagi íslands NORRÆNIR FUNDIR Fundur starfsmanna norrænu lögfræðingasamtakanna var haldinn í Skei- kampen HöifjelIshotell, norðan við Lillehammer, 19.—22. október 1974. Fundir sem jsessi eru haldnir árlega, og jafnframt kemur þá saman svo- kallað Samstarfsráð norrænu lögfræðingasamtakanna, sem í er einn full- trúi frá hverju landi. Starfsmannafundinn sátu nú 11 manns, þ. á m. undir- ritaður, sem var eini islendingurinn. Aðalmálin á dagskrá starfsmannafundarins voru þessi: Breytingar á vinnu- málalöggjöf. Lýðræði á vinnustöðum. Samband við heildarsamtök háskóla- manna og önnur samtök launþega. Staðan á vinnumarkaðnum. Efnin lýsa allvel, hvað nú er efst á baugi í grannlöndunum. Að auki voru sagðar fréttir af starfsemi lögfræðingasamtakanna frá því að fundur var haldinn í Reykja- vík í ágústlok 1973. Á fundi samstarfsráðsins var sagt frá námsferð til Brussel í september 1974, sem var farin til að kynnast starfsemi Efnahagsbanda- lagsins. Enginn islendingur var f þeirri ferð. Þá var sagt frá för framkvæmda- stjóra sænsku og finnsku lögfræðingasamtakanna til Austur-Þýskalands síðla árs 1973. Sýnilegur árangur þeirrar ferðar er sá, að Lögfræðingafélag ís- lands fær nú reglulega sent tímaritið Neue Justiz, sem gefið er út af ríkissak- sóknara alþýðulýðveldisins, dómsmálaráðuneytinu og hæstarétti þar í landi. Vafalítið er, að það af fundarefninu, sem mestum tíðindum sætir, eru upp- lýsingar um atvinnuleysi meðal lögfræðinga í Danmörku og Svíþjóð. í Dan- mörku er atvinnuleysi alvarlegt vandamál hjá mörgum hópum háskólamanna. Við könnun, er miðast við 1. september 1974, voru 320 lögfræðingar taldir atvinnulausir, 250 menn með magisterspróf og álíka margir með verkfræði- eða tæknifræðipróf. Veruleg fjölgun hafði orðið í hópi atvinnulausra lög- fræðinga frá áramótum 1973—4, er þeir voru taldir 234. Hér hafði það m. a. áhrif, að í sparnaðarskyni var hætt að ráða í nýjar stöður hjá danska ríkinu í nokkra mánuði á árinu. Þó að þær sparnaðarráðstafanir séu ekki lengur reyndar, verður ekki um gjörbreytingu að ræða á næstunni, jafnvel ekki á næstu árum. Útskrifuðum lagakandídötum hefur fjölgað mikið í Danmörku; úr 136 árið 1960 í 580 árið 1973. Talið er, að fjöldinn verði mjög mikill í fyrirsjáanlegri framtíð. Að vísu er áætlað, að margar nýjar stöður standi til boða, en þó hvergi nærri eins margar og duga myndi til að allir lögfræðingar fengju atvinnu við sitt hæfi. „Samtök lögfræðinga og hagfræðinga í Dan- mörku“ hafa gert ýmsar ráðstafanir, sem miða að því að veita atvinnulausum kandidötum aðstoð, bæði til skamms tíma og til frambúðar. Uppiýsingarit um atvinnuástandið og vinnu, sem í boði er, hafa verið gefin út, felld hafa 156

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.