Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Blaðsíða 16
Barði Friðriksson hrl.: SKIPULAG OG TILGANGUR VINNUVEITENDASAMBANDS ÍSLANDS Hinn 23. júlí 1934 komu fulltrúar frá 42 atvinnufyrirtækjum úr Reykjavík og nági-enni saman til fundar í Oddfellow-húsinu í Reykjavík. Á fundinum lagði Eggert Claessen hæstaréttarmálflutningsmaður fram svofellda tillögu: „Ég legg til að stofnað verði hér á fundinum almennt vinnuveitendafélag fyrir lsland.“ Á fundi þessum voru síðan samþykkt lög fyrir Vinnuveitendafélag Islands, nú Vinnuveitendasam- band Islands, og gengið að fullu frá stofnun þess. Tæplega verður skipulag Vinnuveitendasambandsins rætt svo að gagni sé, nema getið sé hins helsta um tilgang sambandsins. Um hann fjallar 2. gr. sambandslaganna og kemur þar m. a. þetta fram um, hver hann sé: 1. Að safna öllum vinnuveitendum landsins í skipulagsbundinn félags- skap. 2. Að vinna að því, að ágreiningsmál vinnuveitenda og verkalýðs verði leyst með friðsamlegum samningum, og koma í veg fyrir vinnu- stöðvanir. 3. Að félagsmenn styðji hver annan með ráðum og dáð, þar á meðal fjárhagslegum stuðningi, þegar vinnustöðvanir ber að höndum. 4. Að vera félagsmönnum til aðstoðar og leiðbeiningar um allt, er snertir atvinnurekstur þeirra inn á við og út á við. 5. Að vera málsvari félagsmanna gagnvart almenningi og hinu opin- bera og taka til meðferðar þjóðfélagsmál, sem snerta hagsmuni félagsmanna, svo og önnur sameiginleg hagsmunamál. 6. Að vinna að þeim verkefnum, sem sambandinu að öðru leyti eru ætluð í lögum þess og löggjöf landsins. 142

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.