Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 3
TniAKIT—- IXM.IIMIMM.A 4. HEFTI 35. ÁRGANGUR DESEMBER 1985 UM LÖGMENN Þetta tölublað Tímarits lögfræðinga er með nokkrum hætti helgað lögmönn- um. Er það gert í tilefni 75 ára afmælis Lögmannafélags íslands á árinu 1986. Sama tilefni hefur og ráðið þvi að ritstjórinn óskaði eftir að ég skrifaði þennan inngang. Er þá ekki úr vegi að víkja nokkrum orðum að stöðu og starfi lögmannsins á síðustu timum. Meðal þeirra starfa sem unnin eru af íslenzkum lögmönnum er innheimta á gjaldföllnum peningakröfum. Á undanförnum misserum hefur verið meira um vanskil peningakrafna heldur en áður þekktist. Er stóraukinn fjöldi skrif- lega fluttra mála fyrir dómstólum til marks um þetta. Ástæðurnar fyrir þessu eru sjálfsagt margar. Líklega gætir fólk oft ekki nægilegrar varúðar þegar það stofnar til skuldbindinga. Er í þessu efni vafalaust um að ræða áhrif frá því ástandi undanfarinna áratuga á íslandi að sá maður hefur grætt fé sem hefur haft fé að láni. Nú er þetta ástand breytt, án þess að séð verði að hugsunarháttur landsmanna hafi breytzt að sama skapi. Ekki hefur svo bætt úr að kjör almennings hafa versnað á sama tíma. Niðurstaðan hefur orðið sú að mörgum hefur reynzt erfitt að standa við skuldbindingar sínar og innheimtumálum hefur fjölgað hjá lögmönnum og fyrir dómstólum. Nú nýverið þekkjast dæmi þess að fólk sem telur sig hafa orðið illa úti vegna erfiðra fjárskuldbindinga sinna hafi beint spjótum sínum að einstökum lögmönnum og jafnvel lögmannastéttinni. Er jafnvel stundum svo að skilja að lögmennirnir eigi einhverja sök á erfiðleikunum. Þegar að er gáð þarf engan að undra, þó að viðhorf af þessu tagi komi fram á erfiðleikatímum. Lögmenn- irnir eru í þvf hlutverki að koma fram gagnvart skuldurunum í umboði kröfu- hafanna. Það eru lögmenn sem stefna mönnum fyrir dóm, mæta á heimilum þeirra til að gera aðför í eignum og krefjast síðan nauðungaruppboða á þeim. Og það er við lögmenn að skipta þegar greitt er af kröfum og samið um fresti á aðgerðum. Það er því ekkert skrýtið þótt fólk sem þarf að standa í þessu skuldabasli geri lögmennina að eins konar persónugervingum vandræða sinna og beini augum að þeim í þeirri mannlegu viðleitni að kenna öðrum en sjálf- um sér um vandamál sín. 209

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.