Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 4
Lögmenn eru vissulega fulltrúar kröfuhafanna. Þeim hefur verið trúað fyrir því starfi að ná fram lögmætum rétti þeirra, þegar brotið hefur verið gegn honum. Lögmaður sem innheimtir gjaldfallna kröfu hefur því enga heimild til að veita afslætti og greiðslufresti nema með samþykki eiganda kröfunnar. Ef hann gerði það myndi hann brjóta gegn brýnum starfsskyldum sínum. Hitt þori ég hins vegar að fullyrða að langflestir lögmenn sem innheimtustörf stunda leggja sig fram um að greiða götu skuldara sem óska eftir umltðan skuldar, a.m.k. í tilvikum þar sem lögmaðurinn telur að viðkomandi skuldari sé að reyna að efna skyldu sína. Eru hagsmunir kröfuhafa og oft fólgnir í því að veita frest fremur en að ganga of hart fram. Fer oft mikill timi og fyrir- höfn hjá lögmönnum í að koma á samningum milli aðila um slíkt. Árásir á lög- menn vegna erfiðleika í skuldamálum eru því oftast mjög ómaklegar. í umræðum um erfiðleika manna vegna skulda og hlut lögmanna í því efni hefur flogið fyrir að til séu lögmenn sem kaupi sjálfir gjaldfallnar kröfur af mönnum, jafnvel með afföllum, í því skyni að hagnast á innheimtu þeirra. Þessi starfsemi, ef rétt er, á ekkert skylt við lögmannsstörf og kemur því starfi slíkra manna sem lögmanna ekkert við. Spurningin um lögmæti starfsemi af þessu tagi ræðst af landslögum, og gera þau í því efni vitaskuld engan greinarmun á því hvort maður með lögmannsréttindi á í hlut eða ekki. Sama er að segja um orðróm þess efnis að einhverjir menn með lögmannsréttindi séu grunaðir um brot gegn okurlögum. Slíkt kemur lögmannsstörfum ekkert við. Hinu er ekki að leyna að óvandaðir fjölmiðlar virðast telja það sér til framdráttar að prenta óstaðfestar gróusögur um að lögmenn eigi hlut að okur- lánum. Þykir söguburður um þetta sjálfsagt spennandi lesefni og er þá vænt- anlega til marks um að menn geri meiri almennar kröfur til lögmanna en annarra. Hefur jafnvel verið gengið svo langt að eitt blaðanna hefur nafn- greint lögmenn sem eiga að hafa tekið þátt í slíkri starfsemi, án þess að nein staðfesting þess hafi fengizt frá lögreglu eða öðrum sem um fjalla. Sllk vinnu- brögð ber að harma, enda hafa þau í för með sér verulega hættu á að hinir nafngreindu einstaklingar verði að ósekju fyrir tjóni sem ekki verður bætt. Blaðamenn verða að hafa í huga ábyrgðina sem á þeim hvilir í svona mál- um. Þeir mega ekki láta undan freistingum um að auka sölu blaða sinna með óstaðfestum söguburði um einstaklinga. í slíku háttalagi er fólgið siðleysi sem bannfært er á öllum heiðarlegum blöðum. Lögmannsstarfið gerir á margan hátt miklar ?iðferðilegar kröfur til þess sem það stundar. Þeim kröfum mætir hver og einn lögmaður fyrir sig. Ég tel íslenzka lögmenn yfirleitt gera mjög strangar kröfur til sjálfra sín í starfi, m.a. með því að gæta þess að hagsmunir stangist ekki á og með því að leggja sig fram um að ná eftir iöglegum leiðum rétti þess manns sem á er brotið. Lögmaður verður að vera sjálfstæður í starfi sínu og óháður opinberu valdi. Hann er það tæki sem menn eiga kost á að nýta sér, t.d. gegn misrétti og ofríki af hálfu ríkisins. Sjálfstæð og óháð lögmannastétt er því nauðsynleg til að unnt sé að tala um réttarríki. Vonandi er vel séð fyrir þessu á íslandi. Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl. 210

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.