Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Side 5
1
ÁRNI TRYGGVASON
Hinn 25. september s.l. barst mér sú fregn að
vinur minn Árni Tryggvason, fyrrverandi hæsta-
réttardómari og sendiherra, hefði andast á
sjúkrahúsi f Svíþjóð þann dag.
Árni var fæddur í Reykjavík 2. ágúst 1911,
sonur hjónanna Tryggva trésmiðs Árnasonar og
Arndísar Jónsdóttur. Árni var settur til mennta
en hann var námsmaður góður. Stúdentsprófi
lauk hann 1930 og lögfræðiprófi 1936. Sama ár
varð hann fulltrúi hjá lögmanninum f Reykja-
vík. Hann var skipaður borgardómari 1944 og
gegndi því starfi til 1. maí 1945, er hann var
skipaður hæstaréttardómari. Lausn úr embætti
hæstaréttardómara fékk hann 24. mars 1964.
Gekk Árni þá f utanríkisþjónustuna og var
sendiherra, fyrst með aðsetri í Stokkhólmi, síð-
an í Bonn og Osló. Árni naut mikillar virðingar í störfum sínum og var sæmd-
ur fjölda heiðursmerkja bæði innlendra og erlendra.
Starfsferli Árna má skipta í tvo nokkuð skarpt aðskilda þætti, dómarastörf
og sendimannsstörf. Hann hóf dómarastörf strax eftir lögfræðipróf og vann
að þeim allan fyrri hluta starfsævi sinnar, fyrst sem héraðsdómari og síðan
sem hæstaréttardómari. Á þeim árum ritaði hann talsvert um lögfræðileg efni
sem birtist í ýmsum tímaritum. Þá má ekki gleyma formálabókinni sem hann
samdi með Bjarna Bjarnasyni og var handbók margra lögfræðinga um langt
skeið. Árni var góður dómari, skarpur og rökviss og að flestra mati lágu dóm-
arastörf mjög vel fyrir honum. Hann var líka, sem eðlilegt var, í miklu áliti sem
dómari. Á þessum tíma tók Árni mikinn þátt í samstarfi innlendra og erlendra
lögfræðinga, sérstaklega starfi íslandsdeildar norrænna lögfræðinga. Þegar
Árni var kominn á sextugsaldur töldu flestir að hann hefði algjörlega markað
sér ævistarfssvið. Margt fer öðruvísi en samferðamennirnir ætla. Vakti það
undrun margra er það fréttist á vordögum 1964 að Árni hefði sótt um lausn
frá hæstaréttardómaraembættinu og hygðist ganga f utanríkisþjónustuna.
Töldu sumir glapræði að fara úr einu virðulegasta embætti þjóðarinnar, þar
sem hann hafði staðið sig með ágætum, og ætla að hasla sér nýjan völl f
hinum flóknu utanríkismálum. Aðrir töldu að með þessu ryddi hann til hliðar
mönnum sem töldu sig sjálfkjörna til frama f þessari embættisgrein vegna
starfsaldurs og þjálfunar. í utanríkisþjónustunni gegndi Árni þýðingarmiklum
sendiherraembættum. Þeim störfum gegndi hann af samviskusemi, skynsemi
og með reisn. Hins vegar hvarf hann af sviði íslenskrar lögfræði og var þar
að honum mikil eftirsjá.
211