Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 11
arskránni, heldur einungis í almennum lögum, einkum lögum um með-
ferð opinberra mála. ísland er enn fremur þjóðréttarlega bundið af al-
þjóðasamningum, sem skylda aðildarþjóðir til að tryggja þessi mann-
réttindi (lágmarksréttindi) í landslögum sínum, sbr. 3. tl. b. og c. 6. gr.
Evrópuráðssamnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr.
augl. 11/1954, og 3. tl. (b) og (d) 14. gr. alþjóðasamnings (S.Þ.) um
borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sbr. augl. 10/1979. 1 ákvæðum
þessum er lögð áhersla á frjálst val málsvara og endurgjaldslausa lög-
fræðiaðstoð, ef sökunautur hefur ekki efni á að greiða fyrir hana og
réttarhagsmunir krefjast þess. 1 umræddum mannréttindasáttmála
Sameinuðu þjóðanna eru ítarlegri fyrirmæli en í Evrópuráðssamningn-
um, m.a. um leiðbeiningarskyldu varðandi rétt til lögfræðilegrar að-
stoðar og að sakborningi sé séð fyrir slíkri aðstoð í öllum þeim tilvikum,
er réttarhagsmunir krefjast þess, og án greiðslu af hans hálfu í öllum
slíkum tilvikum, hafi hann ekki næg efni til þess að greiða fyrir að-
stoðina.
Hér á eftir verður fyrst og fremst rætt um beinar (aktívar) varn-
arheimildir verj anda, réttargæslumanns eða ráðins talsmanns, þ.e. hvað
gera megi sakborningi til varnar og á hvern hátt (varnartaktík), en
ekki um það álitaefni almennt, hver séu takmörk fyrir aðgerðum ríkis-
valdsins gagnvart sakborningi, t.d. við handtöku eða gæsluvarðhald.
Hugtakið verjandi verður í framhaldinu notað um allt þrennt: verj-
anda, réttargæslumann og ráðinn talsmann skv. 3. mgr. 81. gr. oml.,
nema sérstök þörf sé á aðgreiningu. Hugtakið verjandi í þrengri merk-
ingu er yfirleitt notað, þegar sakborningi er skipaður talsmaður eftir
málshöfðun, en hugtakið réttargæslumaður um skipaðan talsmann við
rannsókn máls fyrir málshöfðun, sbr. athugasemdir Einars Arnórs-
sonar við 80. gr. oml.3) Þessi hugtakanotkun er þó ekki einhlít í oml.,
sbr. 1. tl. 2. mgr. 80. gr. oml. (verjandi manns, er sætir gæsluvarðhaldi)
og 3. mgr. 80. gr. (réttargæslumaður við dómsathafnir undir sérstök-
um kringumstæðum, jafnt fyrir sem eftir málshöfðun). Samkvæmt
83. gr. oml., sem raunar er miðuð við eldra réttarástand (fyrir 1976),
skal dómari sá, sem fer með málið, skipa verjanda í því, þégar það er
heimilt eða skylt eftir ákvæðum laganna, Hér virðist hugtakið verjandi
notað í rýmri merkingu. Athugasemd Einars Arnórssonar við greinina
má e.t.v. skilja svo, að einungis sé átt við verjanda manns, er sætir
gæsluvarðhaldi við rannsókn máls. Ekki er þó ástæða til svo þröngrar
túlkunar. Athyglisvert er, að í síðari málslið ákvæðisins er rætt um
3) Sjá einnig Jón A. Ólafsson 1979, 83.
217