Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 14
2) Hin huglæga varnarkenning liggur fjær hugsun íslensku réttar- farslaganna, en er fremur í stíl við þá varnartaktík, sem almennt tíðkast fyrir bandarískum dómstólum og á síðustu árum einnig fyrir dómstól- um í Vestur-Þýskalandi.0) Gert er ráð fyrir verulegri samsömun (sam- kenningu) verjanda við sökunaut, þannig að verjandi sé nokkurs konar málpípa hans, og takmarkið er sýkna, nema annað þyki betur henta miðað við stöðu mála („plea bargaining“ eða leikið á strengi samúðar og vorkunnsemi), sbr. gagnstætt viðhorf í 2. mgr. 8. gr. Codex Ethicus fyrir Lögmannafélág Islands frá 24. júní 1960 með áorðnum breyting- um (hér eftir nefndár siðareglur lögmanna). Fylgismenn hinna huglægu sjónarmiða halda því fram, að gagnger skilsmunur milli sóknar og varnar, þ.e. milli andstæðra póla, þar sem hvor beiti sér til hins ítrasta, sé sú aðferð, sem bæði sé heiðarlegust og best til þess fallin að upplýsa mál, svo að dómari komist að réttlátri niðurstöðu. Þessi röksemdafærsla er ekki sannfærandi fyrir hið íslenska réttar- kerfi, m.a. vegna tiltölulega hlutlægrar stöðu ákæruvaldsins hér á landi. Ákæruvaldið hefur í raun mjög víðtækt úrskurðarvald um niðurstöðu mála, t.d. varðandi niðurfellingu saksóknar, skilorðsbundna ákæru- frestun, forræði yfir ákæru í málflutningi o.fl. Þvingunarráðstafanir gegn sökunaut sýna enn fremur, að leikurinn getur aldrei orðið jafn, þótt verjandi reki vörn sína á mjög persónulegan og tilfinningaríkan hátt í anda hinnar huglægu kenningar. Reynslan hérlendis hefur tæp- lega leitt það í ljós, að þessi málflutningsaðferð sé til góðs. Hins vegar má telja eðlilegt, að hún höfði til verjenda frá málflutningssjónarmiði, nánast sem góð íþrótt, í löndum þar sem kviðdómar skera úr um sekt eða sýknu. Ætla má, að hin persónulega varnartaktík stuðli yfirleitt að traustara trúnaðarsambandi verjanda og sökunauts. Slíkt getur aftur bakað verjanda óþægindi og vanda, t.d. ef sökunautur tekur upp á því að játa glæpinn fyrir verjanda einum. Stundum er það sjónarmið nefnt hinni huglægu varnarkenningu til framdráttar, að sjaldnast geti verið fullkomin vissa um sekt sakbornings, og því beri verjanda ex tuto að gera allt sem hann getur til að fá skjólstæðing sinn sýknaðan. Reynsl- an sýnir þó, að í öllum þorra mála er sönnunarstaðan slík, að verjandi getur ekki verið í vafa um sekt sökunauts, a.m.k. að hluta til. Loks má vera, að verjandi reki mál á grundvelli mannúðar- og samúðarsjónar- miða, sem talsmaður baráttu gegn ríkjandi misrétti í réttarfarslegum eða félagslegum efnum. Getur vörnin þannig blandast pólitískri baráttu fyrir þjóðfélagsbreytingum eða jafnvel breyttri stjórnskipun. Þess eru dæmi erlendis frá, að slík vörn gangi út í öfgar og málflutningsmenn 9) Sjá Claus Roxin 1983, 92. 220

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.