Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Síða 16
Verjanda getur ekki borið sama skylda til hlutlægni og ákæruvaldinu,
m.a. vegna þess hversu mikið vald lögin veita ríkissaksóknara til áhrifa
á gang málsins. I 1. mgr. 86. gr. oml. segir raunar, að verjandi sé háður
sömu skyldum og sækjandi, eftir því sem við getur átt, sbr. 79. gr. Sam-
kvæmt upphaflegu greinargerðinni með frumvarpi til 1. nr. 27/1951 er
ætlast til þess, að verjandi hlutist til um, að atriði, sem eru skjólstæð-
ingi hans til hagsbóta, verði í ljós leidd, en gæti þess jafnframt að vinna
ekki gegn því, að hið sanna og rétta komi fram.12) Aðrar leiðbeiningar
er ekki að finna í lögskýringargögnum. Að sjálfsögðu takmarkar heim-
ildarbrestur skv. 94. gr. oml. og þagnarskylda skv. 86. gr. 1. mgr. i.f.
oml. skyldur verjanda í þessu efni. Hugsanlegt er, að eðli sakarefnis geti
skipt máli um túlkunina, þannig að upplýsingaskylda verjanda gagn-
vart dómstólum og almenningi sé ríkari, þegar um alvarleg sakarefni
er að ræða, t.d. manndráp, nauðgun eða stórfellt fíkniefnamál. Ekki er
þó að sjá af umræddum ákvæðum, að þau geri hér mun á eftir eðli sak-
arefnis. Hurwitz víkur að því álitaefni, hvort verjanda beri að leggja
fram gögn, sem hann hefur aflað, en reynst hafa skjólstæðingi hans í
óhag. Telur hann verjanda bæði rétt og skylt að láta það kyrrt liggja,
einkum vegna trúnaðarsambandsins við sökunaut og þeirrar nauðsynj-
ar að geta aflað gagna án þess að vera viss um það fyrirfram, að þau
muni reynast sakborningi til hagsbóta. Sumir telja þessa niðurstöðu
óeðlilega, hafi verjandi fengið gögnin í skjóli stöðu sinnar.13) Vitan-
lega getur verið erfitt að draga markalínuna, og á þá verjandi það við
samvisku sína og siðareglur lögmanna, hvað gera skuli, sbr. 1. gr. siða-
reglnanna.
4) Hlutverki verjanda má í hnotskuvn lýsa svo:
a) Að vera sakborningi til ráðuneytis á öllum stigum málsins, án tillits
til þess hvort formleg skipun eða ráðning hefur átt sér stað. 1 þessu
felast ráðleggingar um varnartaktík, kæru, áfrýjun o.fl.
b) Að vera sakborningi til aðstoðar innan réttar og utan við gagnaöflun,
kröfugerð, málaleitanir ýmiss konar, flutning máls fyrir dómi og við
að neyta réttarfarsúrræða, svo sem kæru eða áfrýjunar.
c) Að vera staðgengill sakbornings í fjarveru hans.14)
d) Að vera eins konar öryggisventill gagnvart ríkisvaldinu með því að
tryggja það eða staðfesta, að málarekstur fari rétt og eðlilega fram, og
veita þannig dómstólum og ákæruvaldi aðhald og stuðla að því, að al-
menningur treysti betur en ella og sætti sig við niðurstöður dómstóla.
12) Alþt. 1948 A, 76.
13) Stephan Hurwitz 1959, 164; Johs. Andenæs 1984, 74-75.
14) Sjá Stephan Hurwitz 1959, 154.
222