Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 19
sjálfur starfandi lögmaður, verður hann skv. 85. gr. oml. hvorki skip-
aður til að verja sjálfan sig né samsökunauta sína.18)
í 2. mgr. 81. gr. oml. er kveðið svo á, að sami verjandi skuli taka að
sér vörn fyrir fleiri en einn sakborning í sama máli, ef telja má, að hags-
munir þeirra rekist ekki á, sbr. 11. gr. siðareglna lögmanna, 2. mgr.
784. gr. dönsku réttarfarslaganna frá 1916, 4. mgr. 95. gr. norsku réttar-
farslaganna nr. 25/1981 (Lov om rettergangsmáten i straffesaker).
Hins vegar er lagt bann við slíkri tilhögun í þýskum réttarfarslögum,
sbr. 146. gr. StPO frá 1877 með áorðnum breytingum (Verbot der
Mehrfachverteidigung). Ástæðan fyrir banni er sú hætta, sem alltaf
getur verið á hagsmunaárekstri, jafnvel án þess að verjandi eða aðrir
geri sér grein fyrir því. 1 tilvitnuðum ákvæðum dönsku og norsku rétt-
arfarslaganna er sá fyrirvari gerður, að hagsmunir sakborninga rekist
ekki á.
IV. TRÚNAÐARSAMBAND VERJANDA OG SAKBORNINGS.
öll samskipti verjanda og sakbornings mótast af skráðum og óskráð-
um réttarreglum um víðtækt trúnaðarsamband, sem talið er afarmik-
ilvægt fyrir vörnina og sökunaut sjálfan, ekki síður en trúnaðarsam-
band læknis við sjúkling sinn. Siðareglur lögmanna og viðteknar venj-
ur varðandi góða lögmannshætti geta falið í sér útfærslu á réttarregl-
um eða frekari skyldur og leiðbeiningar en réttarreglurnar hafa að
geyma. Meginatriðin í trúnaðarsambandi verjanda og sökunauts er
réttur þeirra til að ræða saman í einrúmi, þagnarskylda verjanda og
sú skylda hans að virða óskir sökunauts og sjónarmið (með ýmsum
takmörkunum þó), m.a. um kröfugerð og sönnun. Verður hér og í V.
kafla rætt um þessi réttindi og skyldur sem og takmörk þeirra.
1) Tvíbent eðli verjandastarfans. Það leiðir af hinni tiltölulega sjálf-
stæðu stöðu verjanda í réttarkerfinu, að hann hefur víðtækar skyldur
bæði gagnvart skj ólstæðingi sínum og dómstólunum og raunar gagn-
vart réttarskipuninni í heild. Þessar skyldur er ekki alltaf auðvelt að
samræma, svo að oft reynir á lagaleg álitaefni og samviskuspurning-
ar, sbr. 1. gr. siðareglna lögmanna. Það er skylda hvers manns að lög-
um, sem uppfyllir til þess skilyrði, að taka að sér vörn í opinberum
málum, sbr. nánar 2. mgr. 84. gr. oml. og 13. og 18. gr. 1. 61/1942. Mað-
ur er þó væntanlega ekki skyldur til þess, nema hann fái til þess skipun
18) Sjá hins vegar Johs. Andenæs 1962, 69. í hinni nýju útgáfu ritsins (1984) er niðurstaða
höfundar breytt vegna breyttra laga og í samræmi við það, sem hér er haldið fram,
bls. 71.
225