Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Page 20
dómara. 1 skipun felst einnig skylda til að sinna starfinu sómasamlega, sbr. 10. og 15. gr. 1. 61/1942. Ef dómari telur verjanda rækja starfann á óviðunandi hátt eða verjanda verða forföll, skipar dómari annan lög- hæfan mann í hans stað, sbr. 2. mgr. 84. gr. oml. Ef ráðinn hefur verið talsmaður með samþykki dómara, á hið sama við að breyttu breytanda. Það er best í anda trúnaðarsambandsins, að skipaður (eða ráðinn) verjandi gegni sjálfur hinum ýmsu verkefnum í sambandi við vörnina, en feli ekki t.d. fulltrúa sínum einstök verkefni, sbr. 1. mgr. 4. gr., 12. gr. og 18. gr. 1. 61/1942.1 Hrd. LI, bls. 1522, var að því fundið, að hæsta- réttarlögmaður, sem skipaður var réttargæslumaður eftir úrskurð um húsleit, var hvorki viðstaddur þá leit né yfirheyrslu varnaraðila, heldur fulltrúi hans. Verjandastarfanum fylgja margvíslegar skyldur við rann- sókn máls og meðferð og loks flutning þess. Sjálfstæði skipaðs verjanda gagnvart sakborningi birtist m.a. í því, að hann er endanlega valinn af dómara, sbr. 1. mgr. 81. gr. oml. Sak- borningur getur raunar haft veruleg áhrif á það, hver valinn er, og það þótt lögskylt sé að skipa verjanda. Verjanda er skylt að taka skipun, ef hann uppfyllir skilyrði, og fær þóknun sína greidda frá ríkinu fyrir störf sín að vörn í opinberum málum, sbr. 143. gr. oml. Verjandi er ekki umboðsmaður sökunauts í þeim skilningi, að hann sé almennt bundinn af óskum hans og afstöðu varðandi sakarefni og kröfugerð. Verjandi er ráðgjafi og aðstoðarmaður sökunauts og þarf því ekki sam- þykki hans til ýmissa nauðsynlegra og eðlilegra ráðstafana, sbr. bls. 222-223. Ségja má, að heimildirnar felist í hinu almenna lögbundna „umboði“ verjandans, sbr. 3. mgr. 4. gr. 1. 61/1942. I meginatriðum á hið sama við um ráðna talsmenn nema það, sem segir um þóknun og skyldu að taka skipun. Verjandi nýtur einnig verulegs sjálfstæðis gagnvart dómstólunum og öðrum aðilum í þjóðfélaginu. Skv. 1. gr. 1. 61/1942 eru héraðsdóms- og hæstaréttarlögmenn opinberir sýslunarmenn og hafa skyldur og rétt- indi samkvæmt því, m.a. þagnarskyldu um það, er aðili trúir þeim fyr- ir. Þessu ákvæði er fremur ætlað að treysta sjálfstæði lögmanna en hefta það. Verjandi starfar sjálfstætt og er ekki háður skipunarvaldi neins. Hann nýtur auk þess rýmkaðs málfrelsis og getur gagnrýnt ýmislegt í samfélaginu, sem honum finnst miður fara, m.a. hjá dóm- stólunum. Vitanlega þarf þessi gagnrýni að vera málefnaleg og hóf- samleg að ytri búningi. Á hinn bóginn hlýtur trúnaðarsamband að byggjast á ákveðinni til- litssemi við sökunaut, óskir hans og viðhorf. Trúnaðarsamband manna er í eðli sínu frjálst. Trúnaðartraust sökunauts er mikilvægt bæði fyr- 226

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.