Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 21
ir gang varnarínnar og málsins í heild svo og fyrir andlega líðan söku-
nauts. Það er því áríðandi, að trúnaður og traust haldist. Verjandi á
ekki að neyða vörn sinni upp á neinn. Sökunautur getur losað sig við
ráðinn talsmann, en hann getur ekki beinlínis sagt skipuðum verjanda
sínum upp. En ef afstaða sökunauts er slík, getur verið eðlilegt, að
verjandi segi starfanum lausum, svo að skipa megi nýjan. Það er í
andstöðu við hagsmuni varnarinnar að halda henni áfram í sama far-
vegi, eftir að trúnaðarsambandið er brostið. Á hinn bóginn getur leitt
óþægindi og tafir af verjandaskiptum. Þess vegna verður dómari að
vega það vandléga og rneta, hvort hann samþykkir slíka breytingu,
sbr. Hrd. XXXIX, bls. 309. I máli þessu urðu dómstólar ekki við kröfu
verjanda og varnaraðila um að leysa verjandann frá starfa sínum.19)
Hvað sem um þennan dóm má segja, hlýtur almennt að þurfa mjög
veigamiklar ástæður til þess, að dómari synji rökstuddri ósk af þessu
tagi. Engum er greiði gerður með vörn, ef verulega skortir á gott trún-
aðarsamband og viðunandi samkomulag um rekstur málsins.
2) Mörk ákvörðunarheimilda sakbornings og verjanda. Eitt af meg-
inverkefnum verjanda er að gefa skjólstæðingi sínum upplýsingar um
stöðu mála og skýra fyrir honum réttarstöðuna á hinum ýmsu stigum
málsins, svo og að gefa honum ráðleggingar um úrræði og viðbrögð.
Það leiðir oftast af þekkingu verjanda og reynslu, að sökunautur, sem
ber til hans óskorað traust, fer að ráðum hans. Um sum atriði ber verj-
anda beinlínis að leita eftir afstöðu sökunauts, en um önnur hagar svo
til, að það er fremur þáttur í viðhaldi góðs trúnaðarsambands að ræða
um þau við sökunaut. Jafnvel þótt trúnaðarsambandjð sé gott, kann af-
staða sökunauts að vera önnur en verjanda til einstakra atriða.
Telja má það aðahegluna, að verjandi geti annast hagsmunagæslu
fyrir skjólstæðing sinn án tillits til óska hans og sjónarmiða, innan
þeirra takmarka, sem réttarreglur og góðir lögmannshættir set ja hon-
um. 20) Þegar vafi leikur á því, hvernig verjandi átti að hegða sér, er
áreiðanlega oftar urn það að ræða, hvort athafnir hans voru í samræmi
við góða lögmannshætti, þ.á m. skráðar siðareglur lögmanna, en lög
eða aðrar réttarreglur. Ef verjandi telur rétt að fá skýrslu tiltekins
vitnis, sem sökunautur vill sleppa, hlýtur ósk verjanda að ráða um það.
Andenæs vill gera mun á, eftir því hvort lögskylt er að skipa verjanda
eða ekki.21) Á það verður ekki fallist hér. Verjandi þarf ekki heldur að
sinna öllum óskum og kröfum skjólstæðings síns, t.d. um kvaðningu
19) Sjá einnig Jónatan Þórraundsson 1984, 213 og 12. gr. siðareglna lögmanna.
20) Sjá til samanburðar Johs. Andenars 1984, 72.
21) Jolis. Andenæs 1984, 76.
227