Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Síða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Síða 22
vitnis, ef hann telur það gagnslaust eða til óþurftar í málinu. Verjandi getur leyst slíkan ágreining með því að benda sakborningi á að koma sjálfur ósk sinni á framfæri við dómara. Enda þótt sökunautur hafi játað sekt sína við rannsókn máls, getur verjandi hans krafist sýknu, ef hann dregur í efa, að játningin eigi við rök að styðjast eða telur refsileysisástæður fyrir hendi, t.d. neyðarvörn. Ágreiningur getur ris- ið um það, hvernig vörn skuli haga með tilliti til sakhæfis og viðurlaga- ákvörðunar. Verjandi getur óskað eftir geðrannsókn á skjólstæðingi sínum, þótt hann sé því andvígur, en dómari úrskurðar síðan um þá beiðni. Verjandi getur krafist skilorðsákvörðunar, hvað sem líður af- stöðu sökunauts, og sennilega einnig öryggisgæslu eða annarra ráðstaf- ana skv. 62. gr. hgl. í stað refsingar vegna andlegra annmarka, sbr. 15. og 16. gr. hgl. Þegar um meiri háttar ákvarðanir er að tefla, ræður yfirleitt vilji sökunauts eða lögráðamanns hans, sbr. 3. mgr. 175. gr. og 3. mgr. 192. gr. oml. Ber því verjanda að gæta þess að fá fram skýra og ótvíræða afstöðu sökunauts til slíkra atriða. Má í því sambandi nefna ákvarðanir um játningu, sýknukröfu, afstöðu til skaðabótakröfu, sbr. 145. gr. oml., og um kæru, áfrýjun máls eða endurupptöku.22) Ef sökunautur vill krefjast sýknu, ber verjanda að virða þá ósk í kröfugerð sinni. Hann getur hvorki játað fyrir hönd skjólstæðings síns það, sem hann þrætir fyrir, né byggt vörn sína á öðru en sýknu, nema þá í varakröfu. Ef verjandi einn veit, að skjólstæðingur hans er sekur, ber honum samt sem áður, m.a. vegna þagnarskyldunnar, að gera kröfu um sýknu, fai’i sökunautur fram á það. Hið sama á auðvitað við, ef verj andi vegna upplýsinga annars staðar frá telur verulegar líkur á sekt sökunauts. Vitneskja verjanda getur m.a. verið þannig til komin, að sökunautur hafi játað sekt sína í samtali við verjanda, en haldi eftir sem áður fram sakleysi sínu við rannsóknaraðila. Verjandi kemst við þetta í erfiða aðstöðu. I fyrsta lagi getur hann ekki verið viss um, að játningin sé (að öllu leyti) sannleikanum samkvæm. 1 öðru lagi má hann ekki gera eða segja neitt, sem kemur rannsóknaraðilum á sporið. 1 þriðja lagi kann að vera óheiðarlegt gagnvart dómstólunum að byggja málflutn- ing á sakleysi ákærða, eins og ekkert hafi í skorist. Þess ber þó að gæta, að vörnin er fólgin í mörgu öðru en málflutningi um sekt eða sýknu. Verjandi skal m.a. sjá til þess, að sökunautur njóti þeirra rétt- inda og réttaröryggis, sem honum ber lögum samkvæmt. Verjanda ber að haga starfi sínu þannig, að ef til sakfellingar kemur, verði sú 22) Sjá Mogens Koktvedgaard og Hans Gammeltoft-Hansen 1978, 155. 228

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.