Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 23
ákvörðun sem léttbærust fyrir dómþola. í málflutningi er verjanda þá rétt að nota hina gagnrýnu (kritisku) aðferð, þ.e. sýna fram á veilur í ákæru ríkissaksóknara, í sönnunarfærslu og málflutningi sækjanda og krefjast sýknu á þeim grundvelli, að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna sekt ákærða skv. 108. gr. oml. Ef slík vörn er verjanda ógeðfelld, er sú leið hugsanleg að losa sig undan verjandastarfanum. Það gæti verjandi réttlætt fyrir sjálfum sér með því m.a., að hendur hans séu að nokkru leyti bundnar vegna þessarar vitneskju (eða grunar) og svo kunni að fara, að hann geti ekki gætt hagsmuna sökunauts eins vel og annars væri.23) Þetta verður verjandi reyndar að gera, án þess að uppskátt verði um raunverulegt tilefni og án þess að valda skjólstæðingi sínum sakarspjöllum að öðru leyti. Óvíst er því, að dómari verði við ósk verjanda. En heldur er það óviðeigandi, ef verjandi þarf að bera fyrir sig tylliástæðu til þess að losna undan starfanum. Persónulegt álit verjanda á sekt skjólstæðings eða persónuleg afstaða hans til söku- nauts og atburða yfirleitt eiga ekki að hafa áhrif á starf verjanda, ef hann er til þess hæfur, sbr. 8. gr. siðareglna lögmanna. Aðstaða verjanda við kröfugerð og málflutning er mun auðveldari, ef ljóst þykir liggja fyrir, að ákærði sé brotlegur, t.d. vegna þess að hann var staðinn að verki, en hann viðurkennir samt ekki verknaðinn og krefst sýknu. Formsins vegna verður verjandi að gera sýknukröfu fyrir dómi. Sama máli gegnir, ef sökunautur krefst sýknu, þótt hann hafi játað á sig verknað. Ef slík krafa byggist á réttarreglum eða lög- skýringum, sem verjandi telur út í hött, ber honum að vísu að krefjast sýknu, en vafasamt er, að verjanda sé rétt eða skylt að mótmæla laga- skilningi ákæruvaldsins, ef hann telur þann skilning réttan. Og vart verður til þess ætlast í málflutningi, að verjandi fylgi sýknukröfunni eftir af miklum sannfæringarkrafti.24) Þrátt fyrir þá aðalreglu, að verjandi megi ekkert gera eða segja, sem skaðað getur hagsmuni sökunauts, getur komið til árekstra milli mis- munandi réttarhagsmuna, þ.e. hagsmuna sökunauts og almannahags- muna. Annars vegar er verjandi bundinn af lögboðinni þagnarskyldu gagnvart skjólstæðingi sínum að viðlagðri refsiábyrgð, ef út af er brugðið, sbr. 86. gr. 1. mgr. i.f. oml. (almenn þagnarskylda verjanda), 1. gr. 1. 61/1942 (almenn þagnarskylda lögmanna) og 94. gr. oml. (bann við vitnisburði verjanda), sbr. 88. gr. oml. og 230. gr. hgl. Siða- reglur lögmanna leggja verjanda enn frekari þagnarskyldu á herðar, 23) Sjá Ragnar Aðalsteinsson 1978, 112. 24) Sjá Johs. Andenæs 1984, 75-76. 229
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.