Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Blaðsíða 24
sbr. 6. og 16. gr. Á móti kemur hins vegar sú almenna og fremur óljósa skylda verjanda að stuðla að því, að hið sanna og rétta komi í ljós og að létta dómara starfið með málflutningi sínum, sjá 1. mgr. 86. gr., sbr. 79. gr. oml. Sem dæmi um erfitt hagsmunamat er oft nefnt það vandamál, er verjandi veit um atriði, sem ekki hafa verið rannsökuð og því erfitt að segja til um, hvort reynast muni sakborningi í hag eða ekki. Eða þá sú aðstaða, er verjandi hefur útvegað sér eða fengið í hendur upplýsingar, sem að hans mati eru sökunaut í óhag. Á verjandi að þegja yfir þessum hlutum eða má hann það? Almepnt er talið, að verjanda sé hvorki rétt né skylt að skýra lögreglu, sækjanda eða dóm- stólum frá slíkum atriðum, nema sökunautur samþykki. Á það einnig við um gögn, sem verjandi hefur þegar í höndum, sbr. nánar á bls. 222. önnur niðurstaða gæti skaðað trúnaðarsamband verjanda og sakborn- ings og ýtt undir tregðu verjanda að afla upplýsinga af ótta við, að þær reynist sakborningi óhagstæðar.25) Hið víðtæka ákvæði 86. gr. 1. mgr. i.f. styður og þessa niðurstöðu. Við þetta er þó ýmislegt að athuga. Verjandi má ekki halda því bein- línis fram, að málavextir hafi vei'ið aðrir en hann veit, að þeir voru. Slíkt væri vísvitandi blekking, til þess fallin að villa um fyrir sækjanda og dómara. Verjanda er ekki heimilt á sama hátt og sakborningi að skrökva sér að refsilausu, hvorki sem málflytjanda né vitni. Andenæs telur óeðlilegt, að verjandi flytji vörn að einhverju leyti miðaða við forsendur, sem hann veit, að ekki eru fyrir hendi.20) Þetta getur verj- andi þó orðið að gera, t.d. ef sökunautur hefur játað sekt sína fyrir hon- um, en heldur fram sakleysi sínu við aðra. Heimildarbrestur verjanda sem vitnis skv. 94. gr. oml. gengur mun skemmra en hið almenna þagn- arskylduákvæði 86. gr. oml. Því getur verjandi orðið að bera vitni um atriði, sem sökunautur hefur ekki trúað honum fyrir, þótt sjaldgæft hljóti að vera eðli máls samkvæmt, að tilefni til slíkrar vitnaleiðslu komi upp, sbr. 103. gr. oml.27) Hugsanlegt er, að eðli sakarefnis geti skipt máli um hagsmunamatið, þannig að upplýsingaskylda verjanda sé ríkari, ef um alvarlég sakarefni er að ræða, sbr. bls. 222. Ef verjanda væri kunnugt um fyrirhugað brot í tengslum við mál, sem í rannsókn er, gæti hann orðið upplýsingaskyldur skv. 126. gr. hgl. að uppfylltum þar greindum skilyrðum. Það kann að þykja varhugavert, að verjandi 25) Sjá Stephan Hurwitz 1959, 164; Ragnar Aðalsteinsson 1978, 112; Georg Lous 1962, 36-40. 26) Johs. Andenæs 1984, 74-75. 27) Það er að vísu álitamál, hvort löggiltir málflutningsmenn geti orðið vitnaskyldir vegna ákvæðis 2. mgr. 93. gr. oml., sbr. Árni Tryggvason 1952, 58-60 og Einar Arnórsson 1951, 128-129. 230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.