Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Síða 26
kvæmd fyrir breytinguna. Hömlur á óheftum samskiptum við söku- naut fela í sér mikið vantraust á verjanda og því vafasamt, hvort hann eigi eða þurfi að halda áfram verjandastarfa í því máli. Úrskurð dóm- ara má sennilega kæra skv. 10. tl. 172. gr. oml., sbr. hins vegar 8. tl. 170. gr. oml. Að sjálfsögðu nægir ekki almenn vantrú á hlutaðeigandi lög- manni né heldur almennur grunur um misnotkun samtalsréttarins, heldur þarf rökstuddan grun um ákveðið tilvik misbeitingar í því máli, sem til meðferðar er. Misbeiting þarf ekki að vera hafin. Ekki er ljóst, hvort misbeiting þarf að vera refsiverð, sbr. t.d. 2. mgr. 112. gr. hgh, 142. gr., sbr. 22. gr. hgl., 254. gr. hgl. og 161. gr. oml. Kannski eru of miklir hagsmunir í húfi, til að unnt sé að ganga skemmra en það. Verkn- aðarlýsing 1. mgr. i.f. 161. gr. omh er raunar svo almennt og óljóst orðuð, að draga má í efa, að hún fullnægi lágmarkskröfum um skýrleika refsiheimilda. Engar skráðar reglur eru til um það, hvernig eftirliti með samtölum og öðrum samskiptum skuli haga, t.d. hverjum skuli fela slíkt eftirlit og hverjar skyldur hans séu (skýrslugerð, þagnar- skylda o.fh). Það er mikið álitamál, hvort fyrirvarinn um hömlur á óheftum sam- skiptum verjanda og sökunauts sé heppilegur eða nauðsynlegur. Ef verj- andi misbeitir stöðu sinni, er alltaf sá kostur fyrir hendi að svipta hann starfanum skv. 2. mgr. 84. gr. omh, beita réttarfarssektum skv. XIX. kafla omh, kæra hann fyrir almennt refsivert brot, ef um það er að ræða, eða ganga fram hjá honum við skipun verjanda í öðrum málum. I 186. gr. nýju norsku réttarfarslaganna nr. 25/1981 (Lov om retter- gangsmáten i straffesaker) er lögfestur fortakslaus réttur manna í gæslu til munnlegra og bréflegra samskipta án eftirlits við skipaðan verjanda sinn. Svipaður samskiptaréttur er lögfestur fyrir gæsluvarð- haldsfanga í dönskum rétti, sbr. 1. mgr. i.f. 771. gr. og 2. mgr. 772. gr. réttarfarslaganna (Lov om rettens pleje frá 1916, sbr. 1. nr. 243/1978), og gildir hann einnig skv. lögskýringu um handtekna menn. í sænsku réttarfarslögunum (Ráttegángsbalk frá 1942) eru ákvæði um þetta efni í 21. kap. 9. gr. Fyrirvari er þó í sænsku lögunum um aðra tals- menn en skipaða. I Vestur-Þýskalandi er enginn almennur fyrirvari lögfestur um eftirlit í venjulegum sakamálum, sbr. 1. mgr. 148. gr. StPO (Strafprozessordnung). I þýskum rétti er að vísu gerður greinar- munur fræðilega séð eftir því, hvort lögmaður hefur tekið að sér vörn eða ekki, en í framkvæmd fara þó könnunarviðræður lögmanns við sökunaut fram án eftirlits.31) Sterkur grunur um þátttöku lögmanns 31) Kleinknecht und Meyer 1985, 513-515. 232

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.