Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Síða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Síða 27
í broti sökunauts getur leitt til skoðunar og haldtöku á pósti, sem fer á milli verjanda og sökunauts. í einum tilteknum málaflokki, þ.e. í málum út af stofnun hryðjuverkasamtaka, aðild að slíkum samtökum eða stuðningi við þau skv. 129. gr. a. StGB (Strafgesetzbuch), gera lögin almennt ráð fyrir opinberu eftirliti með samskiptum verjanda og sökunauts, sbr. 2. mgr. 148. gr. StPO. 1 sérstökum alvarlegum tilvikum í þessum sama málaflokki, þegar yfirvofandi er hætta á brotum gegn lífi, limum og frelsi manns, er heimilt að banna öll samskipti sökunauts við umheiminn, þ.á m. við verjanda (Kontaktsperregesetz frá 1977, sbr. 31.-38. gr. Einfiihrungsgesetz zum Gerichtsverfassungsgesetz). 4) Brot í starfi og viðurlög. 1 88. gr. oml. er vikið að brotum mál- flytjenda í starfi. Ef sækjandi eða verjandi torveldar rannsókn eða misbeitir stöðu sinni með öðrum hætti eða rýfur þagnarskyldu sína skv. 86. gr., varðar það refsingu eftir ákvæðum hegningarlaganna um brot í embætti og sýslan. í ákvæði þessu felst ekki sjálfstæð refsiheim- ild, heldur vísar það til refsiheimilda í almennum hegningarlögum. Samkvæmt 1. gr. 1. 61/1942 eru hæstaréttarlögmenn og héraðsdómslög- menn opinberir sýslunarmenn og hafa réttindi og skyldur í samræmi við það. Hins vegar verða löggiltir málflutningsmenn vart taldir til opinberra starfsmanna í skilningi XIV. kafla hgl., sem 88. gr. oml. virðist eftir orðalagi sínu vísa til, og því síður aðrir, sem taka að sér vörn í opinberum málum. Hugtakið opinber starfsmaður er afstætt í lögum. Það mun t.d. hafa verið skilið þannig í XII. kafla hgh, að lög- menn geti notið refsiverndar samkvæmt ákvæðum þess kafla, sbr. Hrd. XVII, bls. 378 (hérd.). Annað, sem mælir með þessum skilningi á XIV. kafla hgh, er samanburður á 136. gr. og 230. gr. laganna, sbr. einkum orðalag hins síðara. Starf lögmanns er einkarekstur, sem opin- bert leyfi þarf til, og þégar um vörn í opinberu máli er að ræða, getur auk þess komið til opinber skipun, sbr. 230. gr. hgl. Það er líka óeðlilegt, að lögmaður geti talist refsiábyrgur sem opinber starfsmaður vegna sumra verkefna sinna, en ekki annarra. Það verður því að hafna þeirri niðurstöðu, að lögmaður verði almennt talinn opinber starfsmaður skv. XIV. kafla hgl. við skipun í verjandastarf.32) Skipta þá refsiheimildir þess kafla ekki máli. Ástæðan fyrir orðalagi 88. gr. i.f. oml. kann að vera sú, að greinin fjallar einnig um sækjanda. Ákvæðið er óbreytt frá stofn- 32) Sjá hins vegar Árni Tryggvason 1952, 54. Þar er gert ráð fyrir, að þagnarskyldubrot hæstaréttar- og héraðsdómslögmanna geti almennt fallið undir 136. gr. hgl. Dómstólar hafa beitt refsihækkunarákvæði 138. gr. hgl. um refsilagabrot lögmanna, sbr. Hrd. XXXIII, bls. 243. í forsendum héraðsdóms er meira að segja tekið fram, að refsiákvæði XIV. kafla hgl. taki til lögmanna, enda hafi verið litið svo á í reynd (bls. 261). 233

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.