Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1985, Qupperneq 28
lögunum nr. 27/1951, þegar embætti ríkissaksóknara var ekki til, en ákvæðið stafaði engu að síður frá upphaflega frumvarpinu 1948, þar sem gert var ráð fyrir stofnun slíks embættis. Auk þess má benda á, að orðalagið „brot í embætti og sýslan“ er ekki í samræmi við heiti XIV. kafla hgl. Má vera, að með sýslan sé einmitt átt við störf verjanda og þau hegningarlagaákvæði utan XIV. kafla, sem tekið geta til brota í slíku starfi, t.d. 230. gr. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því, að í 129. og 739. gr. dönsku réttarfarslaganna er beinlínis gert ráð fyrir, að brot verjanda í starfi geti varðað við 16. kafla hegningarlaganna um brot í opinberu starfi (i offentlig tjeneste eller hverv), sbr. U 1947.918 0 ogU 1958.433 0.33) Ef framangreind skýring á 88. gr. oml. og XIV. kafla hgl. er rétt, kemur raunar í ljós, aé lítið er um heimildir í hgl., sem sérstaklega taka til vanrækslu eða annarra brota verjanda í starfi, að þagnarskyldubrot- um frátöldum, sjá þó 187. gr. hgl. Háttsemi sú, sem lýst er í 88. gr. oml., getur fallið undir verknaðarlýsingu 159. gr. eða 161. gr. oml. og þá ýmist varðað réttarfarssekt eða sætt almennri meðferð opinberra mála, sbr. 162. gr. oml. Hins vegar getur svo reynt á ýmsar almennar refsiheimildir hgl., t.d. 2. mgr. 112. gr. (röskun sönnunargagna), 142. gr., sbr. 22. gr. (hlutdeild í rörigum framburði), 228. gr. (brot gegn bréfleynd) og 229. gr. (opinber uppljóstrun einkamálefna). Ef ekki kemur til refsiviðurlaga í venjulegu sakamáli, getur dómari vegna brota á ákvæðum XIX. kafla oml. beitt réttarfarssektum, ef brotin þykja varða sektum, ellegar áminningum, vítum eða aðfinnslum. Ekki virðist hafa reynt á 161. gr. oml. í dómsmálum, sbr. þó Hrd. XXII, bls. 310, en allmargir hæstaréttai'dómar eru til, þar sem lögmenn hafa sætt sektum, en þó oftar vítum skv. 159. gr. oml., einkum vegna van- rækslu og tafa á meðferð máls, sbr. Hrd. IX, bls. 417; XIX, bls. 507; XXX, bls. 613; XXXII, bls. 33. Dómstólar geta leyst verjanda frá starf- anum, ef þeir telja hann hafa rækt starfann á óviðunandi hátt, sbr. 2. mgr. 84. gr. oml., 2. mgr. 9. gr. 1. 61/1942 og Hrd. XXXII, bls. 376, sjá enn fremur 6. gr. 1. 61/1942 (leyfissvipting). Stjórn Lögmannafélags Islands getur, hvað sem líður aðgerðum hins opinbera, veitt einstökum félagsmönnum áminningar og gert þeim að greiða sektir að tilteknu marki til styrktarsjóðs félagsins fyrir fram- ferði í starfi, er telja má stéttinni ósamboðið, sbr. 3. mgr. 8. gr. 1. 61/ 1942. Slíkan úrskurð félagsstjórnar má kæra til Hæstaréttar, sbr. 4. 33) Þessi skilningur er að vísu umdeildur í Danmörku, sjá Vagn Greve o.fl. 1980, 98-99. Þar segir, að þrátt fyrir tilvísun réttarfarslaga til 16. kafla hegningarlaganna eigi 264. gr. b fremur við urn þagnarskyldubrot lögmanna. 234
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.